Fótbolti

Beckham í stjörnuliði MLS

NordcPhotos/GettyImages

David Beckham var í dag valinn í sérstakt stjörnulið MLS deildarinnar bandarísku sem leika mun vináttuleik við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham í Toronto síðar í þessum mánuði.

Félagi Beckham hjá LA Galaxy, Landon Donovan, fékk flest atkvæði allra í stjörnuliðið, en það var valið af stuðningsmönnum, leikmönnum, forráðamönnum og blaðamönnum.

Það verður gamla kempan Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool og þjálfari New England Revolution, sem mun stýra bandaríska liðinu í leiknum þann 24. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×