Fleiri fréttir Bolton úr leik Öll ensku liðin eru úr leik í UEFA-bikarkeppninni eftir að Bolton tapaði fyrir Sporting Lissabon á útivelli í kvöld, 1-0. 13.3.2008 21:54 Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. 13.3.2008 18:55 Sjáðu mark Hermanns á Vísi Smelltu hér til að sjá mark Hermanns Hreiðarssonar í 4-2 sigurleik Portsmouth á Birminghma í ensku úrvalsdeildinni í gær. 13.3.2008 17:42 Ferguson hefur áhuga á Aaron Ramsey Forráðamenn Cardiff hafa staðfest að Sir Alex Ferguson hafi sett sig í samband við félagið til að spyrjast fyrir um miðjumanninn Aaron Ramsey. Hinn 17 ára gamli Ramsey þykir mikið efni og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í bikarkeppninni. 13.3.2008 16:39 Schmeichel lánaður til Coventry Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið lánaður frá Manchester City til Coventry út leiktíðina. Chris Coleman stjóri Coventry segir son goðsagnarinnar Peter Schmeichel eiga framtíðina fyrir sér. 13.3.2008 16:29 Skellir West Ham þeir verstu í hálfa öld Íslendingalið West Ham hefur mátt þola þrjú 4-0 töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi töp eru verstu skellir liðs í þremur leikjum í röð í hálfa öld í efstu deild á Englandi. 13.3.2008 14:55 Mancini fer ekki Roberto Mancini mun ekki láta af störfum sem þjálfari Inter Milan í sumar þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis í gær. Þetta segir forseti Inter Massimo Moratti. 13.3.2008 13:41 Fimm kúbverskir landsliðsmenn struku Fimm af leikmönnum kúbverska U-23 ára landsliðsins í knattspyrnu virðast hafa strokið úr herbúðum liðsins þar sem það er að keppa á móti í Tampa í Bandaríkjunum. 13.3.2008 13:32 Ramelow hættur Þýski miðjumaðurinn Carsten Ramelow hjá Bayer Leverkusen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ramelow er 33 ára gamall og hefur átt í miklu stríði við meiðsli á undanförnum árum og fannst því rétt að hætta. 13.3.2008 13:19 Henry saknar dóttur sinnar Thierry Henry viðurkennir að erfiðleikar hans í einkalífinu og það að venjast því að leika nýja stöðu á vellinum séu helstu ástæður þess að hann hafi ekki spilað betur en raun ber vitni hjá Barcelona. 13.3.2008 12:55 Lehmann er fýlupúki Alexander Hleb hjá Arsenal segir að markvörðurinn Jens Lehmann sé fýlupúki. Hann segir að markvörðurinn þýski hafi varla yrt á nokkurn mann hjá liðinu á æfingum síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu. 13.3.2008 12:35 Get ekki látið miðjumann skora meira Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segist harður á því að hafa betur en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í baráttunni um gullskóinn á Englandi. 13.3.2008 11:09 Enginn vill mæta Liverpool Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter segir að Liverpool sé liðið sem enginn vill mæta þegar kemur að drættinum í 8-liða úrslit Meistraradeildarinnar á morgun. Vieira var í liði Inter sem féll úr leik gegn Liverpool á dögunum. 13.3.2008 10:49 Okkur var slátrað Paul Jewell stjóri Derby var auðmjúkur eftir að hans menn voru teknir í bakaríið 6-1 af Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Frank Lampard skoraði fjögur mörk. 13.3.2008 10:46 Lampard fer ekki fet Avram Grant stjóri Chelsea hefur ítrekað að Chelsea muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda miðjumanninum Frank Lampard, en hann hefur verið orðaður við mörg af stóru liðunum á meginlandinu í fjölmiðlum að undanförnu. 13.3.2008 10:40 Bilic segist ekki vera á leið til Englands Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segist ekki vera að hætta störfum til að gerast stjóri í ensku úrvalsdeildinni eins og enskir fjölmiðlar hafa greint frá undanfarið. 13.3.2008 10:36 Ramos ánægður með leikmenn sína Juande Ramos stjóri Tottenham vildi ekki skella skuldinni á leikmenn sína í gærkvöld eftir að þeir féllu úr leik í Uefa keppninni eftir vítakeppni gegn PSV Eindhoven. 13.3.2008 10:30 Hannes til Sundsvall Hannes Þ. Sigurðsson gekk í gærkvöld formlega í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins en Hannes fór fram á að verða seldur frá norska liðinu Viking fyrr nokkru. Kaupverðið er sagt í kring um 30 milljónir króna. 13.3.2008 10:24 Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. 12.3.2008 22:32 Bayern München og Getafe áfram Bayern München og Getafe tryggðu sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum UEFA-bikarkeppninnar eins og búist var við fyrir leikina. 12.3.2008 22:03 Hermann skoraði - Lampard með fjögur Þrír leikur fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson skoraði í 4-2 sigri Portsmouth á Birmingham og Chelsea fór heldur illa með botnlið Derby. 12.3.2008 21:53 Útivallarmörk fleyttu Zenit og Leverkusen áfram Tveimur leikjum er lokið í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar en alls eru sex leikir á dagskrá í dag. 12.3.2008 18:44 Platini ætlar að hjálpa Cardiff Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur heitið því að koma Cardiff City til aðstoðar verði liðinu meinuð þátttaka í UEFA-bikarkeppninni. 12.3.2008 18:08 Vænn bónus í vændum fyrir ensku liðin Ensku stórliðin sem komin eru áfram í Meistaradeild Evrópu eiga von á ríkulegum bónusum vegna sjónvarpstekna ef þau komast áfram í undanúrslitin. 12.3.2008 16:08 Tólf leikmenn á meiðslalista hjá Bolton Bolton á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sporting í Lissabon í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Uefa keppninnar annað kvöld. Bolton flaug til Portúgal í dag án 12 fastamanna, en Heiðar Helguson var einn þeirra sem fór með í ferðina. 12.3.2008 16:01 Bandaríkin höfðu sigur á Algarve Cup Kvennalið Bandaríkjanna tryggði sér sigur á Algarve Cup mótinu í knattspyrnu sem lauk í dag. Bandaríska liðið lagði það danska 2-1 í úrslitaleik í dag og norska liðið lagði það þýska 2-0 í leiknum um bronsið. Íslenska liðið varð í sjöunda sæti á mótinu. 12.3.2008 15:41 Queiroz talar fimm tungumál Sir Alex Ferguson segist fagna því að hafa frönskumælandi leikmenn í liði sínu því það hjálpi honum að æfa sig í tungumáli þeirra. Hann treystir þó mest á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz, sem ku tala fimm tungumál. 12.3.2008 15:30 Getafe leggur bölvun á þjálfara Það er nokkuð áhugavert að skoða hvað orðið hefur um þjálfara andstæðinga spænska liðsins Getafe á þessari leiktíð, ekki síst þegar kemur að andstæðingum liðsins í Evrópukeppninni. 12.3.2008 15:00 Mourinho orðaður við Inter Roberto Mancini lýsti því yfir í gærkvöld að hann ætlaði að hætta að þjálfa Inter á Ítalíu í sumar. Fjölmiðlar á Ítalíu voru ekki lengi að grípa þetta á lofti og höfðu reyndar þegar orðað Jose Mourinho við starfið. 12.3.2008 14:30 Hert lyfjaeftirlit á EM 2008 Blóðprufur verða teknar úr knattspyrnumönnum í fyrsta sinn á EM 2008 í knattspyrnu auk hefðbundinna þvagsýna sem notuð hafa verið við lyfjaprófanir. Þetta er liður í hertu lyfjaeftirliti hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. 12.3.2008 14:00 Inzaghi frá í þrjár vikur Markaskorarinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna kviðslits og eykur þar með enn á framherjavandræði liðsins. 12.3.2008 13:51 Eto´o sá þriðji marksæknasti í sögu Barcelona Næst þegar Samuel Eto´o spilar fyrir Barcelona verður það hans 100. leikur fyrir félagið. Aðeins tveir menn í ríkri sögu þessa fornfræga knattspyrnurisa hafa skorað meira í fyrstu 100 leikjum sínum fyrir félagið. 12.3.2008 13:41 Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti KSÍ að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fengi fjóra aðstoðarmenn til að hjálpa sér að kortleggja andstæðinga liðsins í undankeppni HM. 12.3.2008 13:17 Úrvalsdeildin er best Sir Alex Ferguson segir að enska úrvalsdeildin sé nú sterkasta knattspyrnudeild í heimi og bendir máli sínu til rökstuðnings á þá staðreynd að helmingur liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar koma frá Englandi. 12.3.2008 13:11 Við verðum að skora snemma Juande Ramos vonast til að endurupplifa góðar minningar þegar lið hans Tottenham sækir PSV heim á Philps Stadion í kvöld. Þar á enska liðið erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það tapaði fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Uefa bikarsins 1-0 á heimavelli. 12.3.2008 13:01 Landsliðshópur Ólafs klár Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Færeyingum í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 á sunnudaginn. Hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila hér heima þar eð ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða. 12.3.2008 12:32 Ísland hafnaði í 7. sæti á Algarve Cup Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í hádeginu 7. sætið á Algarve Cup mótinu með góðum 3-0 sigri á Finnum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið snemma leiks með sínu 35. marki í 39 landsleikjum. 12.3.2008 12:24 Óbreytt staða á FIFA listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á FIFA listanum sem birtur var í dag. Íslenska liðið er í 89. sæti listans sem fyrr og engar breytingar hafa heldur átt sér stað á toppnum þar sem Argentína er í efsta sæti, Brasilía í öðru, Ítalía í þriðja og Spánverjar í fjórða. 12.3.2008 12:21 Atletico tilbúið að selja Reyes Nú þykir ljóst að sóknarmaðurinn Jose Antonio Reyes muni fara frá Atletico Madrid eftir að þjálfarinn Javier Aguirre tjáði stjórn félagsins að hann gæti ekki treyst á hann. 12.3.2008 11:14 Metzelder á heimleið? Þýski varnarmaðurinn Christoph Metzelder hjá Real Madrid er sagður vera einn þeirra sem farið gætu frá Real Madrid í sumar. Hann var keyptur til liðsins frá Dortmund í fyrrasumar en hefur ekki náð sér á strik í vetur - sumpart vegna meiðsla. 12.3.2008 11:10 Nicolas Cage-eftirherma blekkti Calderon Ramon Calderon, forseti Real Madrid, féll í gildru ítalskrar eftirhermu sem stödd var á leik Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni á dögunum. 12.3.2008 11:03 Fabregas vill Barcelona í úrslitum Spánverjinn Cesc Fabregas hjá Arsenal vill gjarnan sleppa við Barcelona þegar dregið verður í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni á föstudaginn. Hann vill helst mæta Katalóníuliðinu í úrslitaleiknum í Moskvu. 12.3.2008 10:59 David James framlengir við Portsmouth Markvörðurinn David James skrifaði í dag undir tveggja og hálfsárs framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth. 12.3.2008 10:55 Tore Andre Flo leggur skóna á hilluna Norski framherjinn Tore Andre Flo hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 34 gamall. Flo lék um árabil með norska landsliðinu og spilaði m.a. með Chelsea, en hann var síðast á mála hjá Leeds United. 12.3.2008 10:49 Meistaradeildin segir sitt um styrk úrvalsdeildarinnar Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að sú staðreynd að fjögur af átta liðunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu segi sína sögu um styrk ensku úrvalsdeildarinnar. 12.3.2008 10:27 Sjá næstu 50 fréttir
Bolton úr leik Öll ensku liðin eru úr leik í UEFA-bikarkeppninni eftir að Bolton tapaði fyrir Sporting Lissabon á útivelli í kvöld, 1-0. 13.3.2008 21:54
Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. 13.3.2008 18:55
Sjáðu mark Hermanns á Vísi Smelltu hér til að sjá mark Hermanns Hreiðarssonar í 4-2 sigurleik Portsmouth á Birminghma í ensku úrvalsdeildinni í gær. 13.3.2008 17:42
Ferguson hefur áhuga á Aaron Ramsey Forráðamenn Cardiff hafa staðfest að Sir Alex Ferguson hafi sett sig í samband við félagið til að spyrjast fyrir um miðjumanninn Aaron Ramsey. Hinn 17 ára gamli Ramsey þykir mikið efni og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í bikarkeppninni. 13.3.2008 16:39
Schmeichel lánaður til Coventry Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið lánaður frá Manchester City til Coventry út leiktíðina. Chris Coleman stjóri Coventry segir son goðsagnarinnar Peter Schmeichel eiga framtíðina fyrir sér. 13.3.2008 16:29
Skellir West Ham þeir verstu í hálfa öld Íslendingalið West Ham hefur mátt þola þrjú 4-0 töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi töp eru verstu skellir liðs í þremur leikjum í röð í hálfa öld í efstu deild á Englandi. 13.3.2008 14:55
Mancini fer ekki Roberto Mancini mun ekki láta af störfum sem þjálfari Inter Milan í sumar þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis í gær. Þetta segir forseti Inter Massimo Moratti. 13.3.2008 13:41
Fimm kúbverskir landsliðsmenn struku Fimm af leikmönnum kúbverska U-23 ára landsliðsins í knattspyrnu virðast hafa strokið úr herbúðum liðsins þar sem það er að keppa á móti í Tampa í Bandaríkjunum. 13.3.2008 13:32
Ramelow hættur Þýski miðjumaðurinn Carsten Ramelow hjá Bayer Leverkusen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ramelow er 33 ára gamall og hefur átt í miklu stríði við meiðsli á undanförnum árum og fannst því rétt að hætta. 13.3.2008 13:19
Henry saknar dóttur sinnar Thierry Henry viðurkennir að erfiðleikar hans í einkalífinu og það að venjast því að leika nýja stöðu á vellinum séu helstu ástæður þess að hann hafi ekki spilað betur en raun ber vitni hjá Barcelona. 13.3.2008 12:55
Lehmann er fýlupúki Alexander Hleb hjá Arsenal segir að markvörðurinn Jens Lehmann sé fýlupúki. Hann segir að markvörðurinn þýski hafi varla yrt á nokkurn mann hjá liðinu á æfingum síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu. 13.3.2008 12:35
Get ekki látið miðjumann skora meira Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segist harður á því að hafa betur en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í baráttunni um gullskóinn á Englandi. 13.3.2008 11:09
Enginn vill mæta Liverpool Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter segir að Liverpool sé liðið sem enginn vill mæta þegar kemur að drættinum í 8-liða úrslit Meistraradeildarinnar á morgun. Vieira var í liði Inter sem féll úr leik gegn Liverpool á dögunum. 13.3.2008 10:49
Okkur var slátrað Paul Jewell stjóri Derby var auðmjúkur eftir að hans menn voru teknir í bakaríið 6-1 af Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Frank Lampard skoraði fjögur mörk. 13.3.2008 10:46
Lampard fer ekki fet Avram Grant stjóri Chelsea hefur ítrekað að Chelsea muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda miðjumanninum Frank Lampard, en hann hefur verið orðaður við mörg af stóru liðunum á meginlandinu í fjölmiðlum að undanförnu. 13.3.2008 10:40
Bilic segist ekki vera á leið til Englands Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segist ekki vera að hætta störfum til að gerast stjóri í ensku úrvalsdeildinni eins og enskir fjölmiðlar hafa greint frá undanfarið. 13.3.2008 10:36
Ramos ánægður með leikmenn sína Juande Ramos stjóri Tottenham vildi ekki skella skuldinni á leikmenn sína í gærkvöld eftir að þeir féllu úr leik í Uefa keppninni eftir vítakeppni gegn PSV Eindhoven. 13.3.2008 10:30
Hannes til Sundsvall Hannes Þ. Sigurðsson gekk í gærkvöld formlega í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins en Hannes fór fram á að verða seldur frá norska liðinu Viking fyrr nokkru. Kaupverðið er sagt í kring um 30 milljónir króna. 13.3.2008 10:24
Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. 12.3.2008 22:32
Bayern München og Getafe áfram Bayern München og Getafe tryggðu sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum UEFA-bikarkeppninnar eins og búist var við fyrir leikina. 12.3.2008 22:03
Hermann skoraði - Lampard með fjögur Þrír leikur fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson skoraði í 4-2 sigri Portsmouth á Birmingham og Chelsea fór heldur illa með botnlið Derby. 12.3.2008 21:53
Útivallarmörk fleyttu Zenit og Leverkusen áfram Tveimur leikjum er lokið í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar en alls eru sex leikir á dagskrá í dag. 12.3.2008 18:44
Platini ætlar að hjálpa Cardiff Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur heitið því að koma Cardiff City til aðstoðar verði liðinu meinuð þátttaka í UEFA-bikarkeppninni. 12.3.2008 18:08
Vænn bónus í vændum fyrir ensku liðin Ensku stórliðin sem komin eru áfram í Meistaradeild Evrópu eiga von á ríkulegum bónusum vegna sjónvarpstekna ef þau komast áfram í undanúrslitin. 12.3.2008 16:08
Tólf leikmenn á meiðslalista hjá Bolton Bolton á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sporting í Lissabon í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Uefa keppninnar annað kvöld. Bolton flaug til Portúgal í dag án 12 fastamanna, en Heiðar Helguson var einn þeirra sem fór með í ferðina. 12.3.2008 16:01
Bandaríkin höfðu sigur á Algarve Cup Kvennalið Bandaríkjanna tryggði sér sigur á Algarve Cup mótinu í knattspyrnu sem lauk í dag. Bandaríska liðið lagði það danska 2-1 í úrslitaleik í dag og norska liðið lagði það þýska 2-0 í leiknum um bronsið. Íslenska liðið varð í sjöunda sæti á mótinu. 12.3.2008 15:41
Queiroz talar fimm tungumál Sir Alex Ferguson segist fagna því að hafa frönskumælandi leikmenn í liði sínu því það hjálpi honum að æfa sig í tungumáli þeirra. Hann treystir þó mest á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz, sem ku tala fimm tungumál. 12.3.2008 15:30
Getafe leggur bölvun á þjálfara Það er nokkuð áhugavert að skoða hvað orðið hefur um þjálfara andstæðinga spænska liðsins Getafe á þessari leiktíð, ekki síst þegar kemur að andstæðingum liðsins í Evrópukeppninni. 12.3.2008 15:00
Mourinho orðaður við Inter Roberto Mancini lýsti því yfir í gærkvöld að hann ætlaði að hætta að þjálfa Inter á Ítalíu í sumar. Fjölmiðlar á Ítalíu voru ekki lengi að grípa þetta á lofti og höfðu reyndar þegar orðað Jose Mourinho við starfið. 12.3.2008 14:30
Hert lyfjaeftirlit á EM 2008 Blóðprufur verða teknar úr knattspyrnumönnum í fyrsta sinn á EM 2008 í knattspyrnu auk hefðbundinna þvagsýna sem notuð hafa verið við lyfjaprófanir. Þetta er liður í hertu lyfjaeftirliti hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. 12.3.2008 14:00
Inzaghi frá í þrjár vikur Markaskorarinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna kviðslits og eykur þar með enn á framherjavandræði liðsins. 12.3.2008 13:51
Eto´o sá þriðji marksæknasti í sögu Barcelona Næst þegar Samuel Eto´o spilar fyrir Barcelona verður það hans 100. leikur fyrir félagið. Aðeins tveir menn í ríkri sögu þessa fornfræga knattspyrnurisa hafa skorað meira í fyrstu 100 leikjum sínum fyrir félagið. 12.3.2008 13:41
Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti KSÍ að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fengi fjóra aðstoðarmenn til að hjálpa sér að kortleggja andstæðinga liðsins í undankeppni HM. 12.3.2008 13:17
Úrvalsdeildin er best Sir Alex Ferguson segir að enska úrvalsdeildin sé nú sterkasta knattspyrnudeild í heimi og bendir máli sínu til rökstuðnings á þá staðreynd að helmingur liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar koma frá Englandi. 12.3.2008 13:11
Við verðum að skora snemma Juande Ramos vonast til að endurupplifa góðar minningar þegar lið hans Tottenham sækir PSV heim á Philps Stadion í kvöld. Þar á enska liðið erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það tapaði fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Uefa bikarsins 1-0 á heimavelli. 12.3.2008 13:01
Landsliðshópur Ólafs klár Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Færeyingum í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 á sunnudaginn. Hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila hér heima þar eð ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða. 12.3.2008 12:32
Ísland hafnaði í 7. sæti á Algarve Cup Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í hádeginu 7. sætið á Algarve Cup mótinu með góðum 3-0 sigri á Finnum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið snemma leiks með sínu 35. marki í 39 landsleikjum. 12.3.2008 12:24
Óbreytt staða á FIFA listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á FIFA listanum sem birtur var í dag. Íslenska liðið er í 89. sæti listans sem fyrr og engar breytingar hafa heldur átt sér stað á toppnum þar sem Argentína er í efsta sæti, Brasilía í öðru, Ítalía í þriðja og Spánverjar í fjórða. 12.3.2008 12:21
Atletico tilbúið að selja Reyes Nú þykir ljóst að sóknarmaðurinn Jose Antonio Reyes muni fara frá Atletico Madrid eftir að þjálfarinn Javier Aguirre tjáði stjórn félagsins að hann gæti ekki treyst á hann. 12.3.2008 11:14
Metzelder á heimleið? Þýski varnarmaðurinn Christoph Metzelder hjá Real Madrid er sagður vera einn þeirra sem farið gætu frá Real Madrid í sumar. Hann var keyptur til liðsins frá Dortmund í fyrrasumar en hefur ekki náð sér á strik í vetur - sumpart vegna meiðsla. 12.3.2008 11:10
Nicolas Cage-eftirherma blekkti Calderon Ramon Calderon, forseti Real Madrid, féll í gildru ítalskrar eftirhermu sem stödd var á leik Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni á dögunum. 12.3.2008 11:03
Fabregas vill Barcelona í úrslitum Spánverjinn Cesc Fabregas hjá Arsenal vill gjarnan sleppa við Barcelona þegar dregið verður í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni á föstudaginn. Hann vill helst mæta Katalóníuliðinu í úrslitaleiknum í Moskvu. 12.3.2008 10:59
David James framlengir við Portsmouth Markvörðurinn David James skrifaði í dag undir tveggja og hálfsárs framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth. 12.3.2008 10:55
Tore Andre Flo leggur skóna á hilluna Norski framherjinn Tore Andre Flo hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, 34 gamall. Flo lék um árabil með norska landsliðinu og spilaði m.a. með Chelsea, en hann var síðast á mála hjá Leeds United. 12.3.2008 10:49
Meistaradeildin segir sitt um styrk úrvalsdeildarinnar Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að sú staðreynd að fjögur af átta liðunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu segi sína sögu um styrk ensku úrvalsdeildarinnar. 12.3.2008 10:27