Fótbolti

Fimm kúbverskir landsliðsmenn struku

NordcPhotos/GettyImages

Fimm af leikmönnum kúbverska U-23 ára landsliðsins í knattspyrnu virðast hafa strokið úr herbúðum liðsins þar sem það er að keppa á móti í Tampa í Bandaríkjunum.

Markvörðu liðsins og fyrirliðinn eru á meðal þeirra sem struku í fyrrakvöld og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Liðið gerði síðast 1-1 jafntefli við heimamenn á mótinu en á að spila mikilvægan leik við Honduras í kvöld.

Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum geta Kúbverjar sótt um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum eftir eins árs dvöl í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×