Fótbolti

Hert lyfjaeftirlit á EM 2008

Blóðprufur verða teknar úr knattspyrnumönnum í fyrsta sinn á EM 2008 í knattspyrnu auk hefðbundinna þvagsýna sem notuð hafa verið við lyfjaprófanir. Þetta er liður í hertu lyfjaeftirliti hjá Knattspyrnusambandi Evrópu.

Fulltrúar allra 16 knattspyrnusambandanna sem taka þátt í mótinu hafa skrifað upp á stefnu Uefa í lyfjamálum fyrir mótið og verða lyfjapróf tekin jafnt á æfingasvæðum liðanna sem og í kring um leiki á mótinu.

Þannig verða 10 leikmenn úr hverju liði teknir í lyfjapróf fyrir mótið og að minnsta kosti tveir leikmenn úr hverju liði eftir að flautað er af í öllum 31 leiknum á mótinu sjálfu.

Sýni verða rannsókuð strax og niðurstöður úr lyfjaprófunum munu liggja fyrir tveimur sólarhringum eftir að þau eru tekin. EM 2008 fer fram í Austurríki og Sviss í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×