Fótbolti

Óbreytt staða á FIFA listanum

Mynd/Valli
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á FIFA listanum sem birtur var í dag. Íslenska liðið er í 89. sæti listans sem fyrr og engar breytingar hafa heldur átt sér stað á toppnum þar sem Argentína er í efsta sæti, Brasilía í öðru, Ítalía í þriðja og Spánverjar í fjórða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×