Fleiri fréttir

Markalaust hjá Stoke og Chelsea

Stoke og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Britannia Stadium, heimavelli Stoke.

Golfklúbbur Reykjavíkur í úrslit í karla- og kvennaflokki

Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, mætast í úrslitum í 1. deild karla í Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Í úrslitum í 1. deild í kvennaflokki mætast GR og Keilir. GR á titil að verja í báðum flokkum.

Eggert Gunnþór í sigurliði - Jóhann Berg í tapliði

Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Evrópuboltanum í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var í sigurliði Hearts sem lagið Aberdeen. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar töpuðu fyrir Twente.

Guðjón: Var kominn heim á sama tíma í fyrra

„Mér líður virkilega vel núna,“ sagði Guðjón Baldvinsson, leikmaður KR, rétt eftir að liðið varð bikarmeistari í Valitor-bikarnum. KR bar sigur úr býtum, 2-0, gegn baráttuglöðum Þórsurum á Laugardalsvellinum í dag.

Páll: Er stoltur af því að vera Þórsari í dag

„Við stóðum okkur vel í dag og ég er mjög stoltur af því að vera Þórsari,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir ósigurinn í dag gegn KR í bikarúrslitaleik KSÍ.

Rúnar: Þetta er ógeðslega gaman

„Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli í dag.

Reading vann góðan sigur á Leicester

Fjölmargir leikir fóru fram í ensku Championsship-deildinni í dag en þar ber helst að nefna að Reading vann frábæran sigur, 2-0, gegn Leicester á útivelli.

Hoffenheim sigraði Borussia Dortmund

Hoffenheim gerði sér lítið fyrir og sigraði Þýskalandsmeistara, Borussia Dortmund, 1-0 en sigurmarkið kom eftir tíu mínútna leik þegar Sejad Salihović skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu.

Liverpool náði aðeins í stig - Bolton rúllaði yfir QPR

Fyrsta umferð enska boltans hófst í dag með fimm leikjum og því er þriggja mánaða bið á enda. Bolton Wanderers tóku nýliðina í QPR í kennslustund og rústuðu leiknum 4-0. Liverpool náði aðeins í eitt stig gegn Sunderland á Anfield, en Liverpool brenndi af úr vítaspyrnu í byrjun leiks.

Mjölnismenn gera allt vitlaust á Ölveri

Vísir leit við á Ölveri þar sem Mjölnir, stuðningsmannasveit Þórs, var mætt til að hita upp fyrir Bikarúrslitaleikinn gegn KR-ingum sem fram fer á Laugardalsvelli kl 16:00 í dag.

Miðjan hitar upp á Rauða Ljóninu

Vísir leit við á Rauða Ljóninu þar sem Miðjan, stuðningsmannasveit KR, var mætt til að hita upp fyrir Bikarúrslitaleikinn gegn Þór sem fram fer á Laugardalsvelli kl 16:00 í dag.

Moyes vill fá Sturridge til Everton á láni

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið í viðræðum við Chelsea um að fá Daniel Sturridge til liðs við félagið á láni, en leikmaðurinn sló í gegn á síðasta tímabili þegar hann var lánaður frá Chelsea til Bolton í janúar.

Suarez í byrjunarliðinu, búinn að skora og misnota víti

Charlie Adam, Jordan Henderson, Stewart Downing og Jose Enrique eru allir í byrjunarliði Liverpool sem leikur gegn Sunderland á Anfield. Þá er Luis Suarez í framlínunni en hann hefur þegar brennt af vítaspyrnu og skorað fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar í ár.

Enski boltinn: Upphitun fyrir leiki dagsins

Mikil eftirvænting er fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaslagur verður á Loftus Road, tvö af kaupóðustu félögunum mætast á Anfield og vonandi verður boðið upp á jafnmikla markaveislu á St. James' Park og í fyrra. Kíkjum nánar á málið.

Umfjöllun: KR-ingar bikarmeistarar - Þórsarar skutu fimm sinnum í slá

KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga.

Mancini: Nasri ætti að vera löngu kominn

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er allt annað en sáttur við vinnubrögð stjórnar félagsins. Hann segir stjórnina, annað árið í röð, ekki standa sig þegar kemur að leikmannakaupum yfir sumartímann.

Enn veldur Tiger Woods vonbrigðum

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta. Woods var samtals á tíu höggum yfir pari eftir tvo fyrstu hringina og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Þorsteinn Ingason: Gunnar Már róar þá stressuðu niður

Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs segir sína menn ekki hræðast neitt. Verði vart við stress hjá einhverjum leikmanni Þórsara rói Gunnar Már Guðmundsson þá niður. Gunnar leikur í úrslitum í fjórða skipti á fimm árum.

Bjarni Guðjónsson: Man ekki eftir leiknum í fyrra

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR segist ekki muna eftir 4-0 tapinu gegn FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hann man aðeins góðu minningarnar úr boltanum og ætlar að bæta einni í safnið með sigri á Þór í dag

Tekst Þór að spilla gleðisumri KR?

Nýliðar Þórs og Íslandsmeistaraefnin í KR mætast í úrslitum Valitor-bikars karla á Laugardalsvelli í dag. Þórsarar geta skráð nafn sitt á bikarinn í fyrsta sinn en KR-ingar eru öllu vanir þegar kemur að bikarnum.

Fólk elskar að hata mig

Eyjapeyinn Tryggvi Guðmundsson er aðeins fjórum mörkum frá því afreki að jafna met Inga Björns Albertssonar yfir flest skoruð mörk í efstu deild íslenska fótboltans frá upphafi. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um metið, ferilinn og framtíðina.

Ameobi: ÍA kemst upp í næsta leik

Tomi Ameobi var hetja BÍ/Bolungarvíkur í kvöld er hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins á toppliði ÍA í 1. deildinni.

Guðjón: ÍA má fagna síðar fyrir mér

Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, segir að það hafi verið gaman að hans lið hafi verið það fyrsta til að vinna ÍA í 1. deildinni í sumar.

Heilt lið réðst á dómara sem bjargaði sér á hlaupum

Dómaratríó í Argentínu komst í hann krappan á dögunum þegar allt varð vitlaust í leik San Guillermo og Atletico Tostado í argentínsku 5. deildinni. Dómara leiksins varð á þau mistök að gefa röngum manni rautt spjald og hann þurfti í kjölfarið að forða sér á hlaupum undan leikmönnum Tostado sem réðust allir að honum.

Það neitar enginn að taka í höndina á Bilic - Pranjic veit það núna

Slaven Bilic, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur gefið það út að varnarmaðurinn Danijel Pranjic muni ekki spila aftur fyrir landsliðið á meðan Bilic sé þjálfari liðsins. Danijel Pranjic neitaði að taka í höndina á Bilic og aðstoðarmönnum hans eftir leik Króata og Íra í Dublin á miðvikudaginn.

Þórður: Ekki okkar dagur

Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að sínir leikmenn hafi verið taugaóstyrkir þegar þeir töpuðu fyrir BÍ/Bolungarvík, 2-1, í 1. deildinni í kvöld.

LeBron James bjartsýnn á að það verði NBA-tímabil í vetur

LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-körfuboltanum, er enn bjartsýnn á að það verði NBA-tímabil í vetur þótt að margir séu búnir að afskrifa tímabilið. Eigendur og leikmannasamtök deildarinnar eru enn langt frá því að ná samkomulagi um að enda verkfallið.

Félagi Gylfa Þórs hjá Hoffenheim lánaður til Spánar

Þýska félagið Hoffenheim hefur samþykkt að lána argentínska miðjumanninn Franco Zuculini til spænska liðsins Real Zaragoza á þessu tímabili. Zuculini er 20 ára gamall og einu ári yngri en Gylfi Þór Sigurðsson sem var að berjast við hann um stöðu á miðju Hoffenheim.

Robbie Keane að semja við Los Angeles Galaxy

Írski landsliðsframherjinn Robbie Keane er hættur í enska boltanum og á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem að hann ætlar að spila með Los Angeles Galaxy liðinu. Þetta kom fyrst fram á FOX í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir