Tekst Þór að spilla gleðisumri KR? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 09:00 Það fór vel á með fyrirliðunum Þorsteini Ingasyni og Bjarna Guðjónssyni fyrr í vikunni. Aðeins annar þeirra verður með báðar hendur á bikarnum í leikslok í dag. Mynd/Stefán Þórsarar, nýliðarnir í Pepsi-deild karla, eru í fyrsta sinn í bikarúrslitum en liðið hefur slegið út Pepsi-deildarlið Víkings, Grindavíkur og ÍBV á leið sinni á þjóðarleikvanginn. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir mikla tilhlökkun hjá sínum mönnum. „Það á að vera spenna og tilhlökkun að fara í svona leik og verður sjálfsagt sviðsskrekkur hjá mörgum leikmönnum Þórs en ég vona að þeir verði búnir að hrista það af sér þegar flautað verður á. Það er ekkert óeðlilegt þótt menn fái smá gæsahúð þegar farið er í svona leik,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar segir alla sína menn klára í slaginn. Það er að einhverju þeirri ákvörðun hans, að hvíla lykilmenn í leiknum gegn Stjörnunni síðastliðinn sunnudag, að þakka. Leikurinn tapaðist 5-1. „Síðast þegar ég leit á töfluna voru fjögur lið fyrir neðan okkur í deildinni og eins erum við ekki að berjast um Íslandsmeistaratitil. Mér fannst ekki þess virði að fórna leikmönnum á hættusvæði sem gætu þá misst af þessum leik,“ segir Páll Viðar sem sér ekki eftir ákvörðuninni. Undirbúningur Þórsara hefur verið hefðbundinn en liðið gisti á hóteli í Reykjavík í nótt. Eru með bikarmanninn í liðinuÞórsarar hafa verið á ágætri siglingu síðari hluta móts eftir brösótta byrjun. Liðið lá meðal annars á KR-vellinum í fjórðu umferð 3-1 þar sem liðið var gagnrýnt fyrir sókndirfsku. „Við fórum í þann leik eins og við höfðum verið að spila leikina á undan. Ætluðum að sækja eins mikið og kostur væri í stað þess að liggja til baka og láta skora á okkur. Eftir tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 þannig að þetta leit svo sem ekkert vel út. Við skoruðum mark og ég veit ekki hvort það hefði gerst ef við hefðum legið í vörn allan tímann. Það var hörkuleikur þar til um miðjan seinni hálfleikinn þegar við fáum á okkur þriðja markið,“ segir Páll Viðar. Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, segir sína menn klára í slaginn. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður,“ segir Þorsteinn og á þar við Gunnar Má Guðmundsson. Gunnar Már hefur spilað í bikarúrslitum þrjú af síðustu fjórum árum og var í sigurliði FH í fyrra. KR-ingar eru öllu reyndari en Þórsarar þegar kemur að bikarkeppninni. Þeir hafa unnið bikarinn ellefu sinnum, síðast árið 2008 og léku síðast til úrslita í fyrra. Þá steinlá liðið 4-0 gegn FH. Leikurinn í fyrra gleymdur„Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna 2008 og leiknum þegar ég var á Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það eru aðrar minningar sem við ætlum að eignast,“ segir Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn frekar en í fyrra. „Við reynum að haga okkar undirbúningi alveg eins fyrir þennan leik. Við fórum reyndar í keilu í gær [á miðvikudag] og brutum aðeins upp munstrið. Við höfum ekki haft marga daga til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Að öðru leyti æfum við eðlilega.“ Björn Jónsson og Magnús Már Lúðvíksson mynduðu sigurliðið í keilunni sem Rúnar segir hafa unnið á heppni en ekki getu. Guðmundur Reynir Gunnarsson er í leikbanni hjá KR og Óskar Örn Hauksson er frá út tímabilið vegna meiðsla. Leikmennirnir hafa farið á kostum hjá KR í sumar. „Við þurfum að skoða hvernig við stillum þessu upp. Vinstri vængurinn okkar er farinn og hann hefur verið mjög sterkur hjá okkur í sumar. Mikið af okkar spili hefur farið þar í gegn. Við sjáum til en það getur vel verið að við breytum einhverju,“ segir Rúnar sem varð bikarmeistari með KR árið 1994. Rúnar segir að þrátt fyrir að einkenni Þórs hafi í gegnum árin verið mikil barátta megi ekki gleyma því að í liðinu séu góðir fótboltamenn. Þá hafi bikarleikir mörg andlit. „Þó svo að lið nái forystu snemma leiks þá eru bikarleikir mjög fljótir að snúast í höndunum á mönnum. Það er mikið undir, mikil pressa og hvernig menn höndla það veit maður aldrei fyrr en á hólminn er komið.“ Bestu stuðningsmenn landsinsReikna má með mikilli stemningu í stúkunni í Laugardalnum á morgun. Harðasti kjarni stuðningsmanna liðanna, Miðjan hjá KR og Mjölnismenn hjá Þór, þykja fremstir meðal jafningja en það fékkst staðfest í uppgjöri á fyrri hluta Íslandsmótsins hjá KSÍ. KR-ingar leika í appelsínugulum varabúningum sínum í dag en Þórsarar í sínum hefðbundnu rauðu og hvítu. Dómari leiksins er Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag og hefst klukkan 16. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Þórsarar, nýliðarnir í Pepsi-deild karla, eru í fyrsta sinn í bikarúrslitum en liðið hefur slegið út Pepsi-deildarlið Víkings, Grindavíkur og ÍBV á leið sinni á þjóðarleikvanginn. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir mikla tilhlökkun hjá sínum mönnum. „Það á að vera spenna og tilhlökkun að fara í svona leik og verður sjálfsagt sviðsskrekkur hjá mörgum leikmönnum Þórs en ég vona að þeir verði búnir að hrista það af sér þegar flautað verður á. Það er ekkert óeðlilegt þótt menn fái smá gæsahúð þegar farið er í svona leik,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar segir alla sína menn klára í slaginn. Það er að einhverju þeirri ákvörðun hans, að hvíla lykilmenn í leiknum gegn Stjörnunni síðastliðinn sunnudag, að þakka. Leikurinn tapaðist 5-1. „Síðast þegar ég leit á töfluna voru fjögur lið fyrir neðan okkur í deildinni og eins erum við ekki að berjast um Íslandsmeistaratitil. Mér fannst ekki þess virði að fórna leikmönnum á hættusvæði sem gætu þá misst af þessum leik,“ segir Páll Viðar sem sér ekki eftir ákvörðuninni. Undirbúningur Þórsara hefur verið hefðbundinn en liðið gisti á hóteli í Reykjavík í nótt. Eru með bikarmanninn í liðinuÞórsarar hafa verið á ágætri siglingu síðari hluta móts eftir brösótta byrjun. Liðið lá meðal annars á KR-vellinum í fjórðu umferð 3-1 þar sem liðið var gagnrýnt fyrir sókndirfsku. „Við fórum í þann leik eins og við höfðum verið að spila leikina á undan. Ætluðum að sækja eins mikið og kostur væri í stað þess að liggja til baka og láta skora á okkur. Eftir tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 þannig að þetta leit svo sem ekkert vel út. Við skoruðum mark og ég veit ekki hvort það hefði gerst ef við hefðum legið í vörn allan tímann. Það var hörkuleikur þar til um miðjan seinni hálfleikinn þegar við fáum á okkur þriðja markið,“ segir Páll Viðar. Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, segir sína menn klára í slaginn. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður,“ segir Þorsteinn og á þar við Gunnar Má Guðmundsson. Gunnar Már hefur spilað í bikarúrslitum þrjú af síðustu fjórum árum og var í sigurliði FH í fyrra. KR-ingar eru öllu reyndari en Þórsarar þegar kemur að bikarkeppninni. Þeir hafa unnið bikarinn ellefu sinnum, síðast árið 2008 og léku síðast til úrslita í fyrra. Þá steinlá liðið 4-0 gegn FH. Leikurinn í fyrra gleymdur„Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna 2008 og leiknum þegar ég var á Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það eru aðrar minningar sem við ætlum að eignast,“ segir Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn frekar en í fyrra. „Við reynum að haga okkar undirbúningi alveg eins fyrir þennan leik. Við fórum reyndar í keilu í gær [á miðvikudag] og brutum aðeins upp munstrið. Við höfum ekki haft marga daga til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Að öðru leyti æfum við eðlilega.“ Björn Jónsson og Magnús Már Lúðvíksson mynduðu sigurliðið í keilunni sem Rúnar segir hafa unnið á heppni en ekki getu. Guðmundur Reynir Gunnarsson er í leikbanni hjá KR og Óskar Örn Hauksson er frá út tímabilið vegna meiðsla. Leikmennirnir hafa farið á kostum hjá KR í sumar. „Við þurfum að skoða hvernig við stillum þessu upp. Vinstri vængurinn okkar er farinn og hann hefur verið mjög sterkur hjá okkur í sumar. Mikið af okkar spili hefur farið þar í gegn. Við sjáum til en það getur vel verið að við breytum einhverju,“ segir Rúnar sem varð bikarmeistari með KR árið 1994. Rúnar segir að þrátt fyrir að einkenni Þórs hafi í gegnum árin verið mikil barátta megi ekki gleyma því að í liðinu séu góðir fótboltamenn. Þá hafi bikarleikir mörg andlit. „Þó svo að lið nái forystu snemma leiks þá eru bikarleikir mjög fljótir að snúast í höndunum á mönnum. Það er mikið undir, mikil pressa og hvernig menn höndla það veit maður aldrei fyrr en á hólminn er komið.“ Bestu stuðningsmenn landsinsReikna má með mikilli stemningu í stúkunni í Laugardalnum á morgun. Harðasti kjarni stuðningsmanna liðanna, Miðjan hjá KR og Mjölnismenn hjá Þór, þykja fremstir meðal jafningja en það fékkst staðfest í uppgjöri á fyrri hluta Íslandsmótsins hjá KSÍ. KR-ingar leika í appelsínugulum varabúningum sínum í dag en Þórsarar í sínum hefðbundnu rauðu og hvítu. Dómari leiksins er Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag og hefst klukkan 16.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira