Tekst Þór að spilla gleðisumri KR? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 09:00 Það fór vel á með fyrirliðunum Þorsteini Ingasyni og Bjarna Guðjónssyni fyrr í vikunni. Aðeins annar þeirra verður með báðar hendur á bikarnum í leikslok í dag. Mynd/Stefán Þórsarar, nýliðarnir í Pepsi-deild karla, eru í fyrsta sinn í bikarúrslitum en liðið hefur slegið út Pepsi-deildarlið Víkings, Grindavíkur og ÍBV á leið sinni á þjóðarleikvanginn. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir mikla tilhlökkun hjá sínum mönnum. „Það á að vera spenna og tilhlökkun að fara í svona leik og verður sjálfsagt sviðsskrekkur hjá mörgum leikmönnum Þórs en ég vona að þeir verði búnir að hrista það af sér þegar flautað verður á. Það er ekkert óeðlilegt þótt menn fái smá gæsahúð þegar farið er í svona leik,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar segir alla sína menn klára í slaginn. Það er að einhverju þeirri ákvörðun hans, að hvíla lykilmenn í leiknum gegn Stjörnunni síðastliðinn sunnudag, að þakka. Leikurinn tapaðist 5-1. „Síðast þegar ég leit á töfluna voru fjögur lið fyrir neðan okkur í deildinni og eins erum við ekki að berjast um Íslandsmeistaratitil. Mér fannst ekki þess virði að fórna leikmönnum á hættusvæði sem gætu þá misst af þessum leik,“ segir Páll Viðar sem sér ekki eftir ákvörðuninni. Undirbúningur Þórsara hefur verið hefðbundinn en liðið gisti á hóteli í Reykjavík í nótt. Eru með bikarmanninn í liðinuÞórsarar hafa verið á ágætri siglingu síðari hluta móts eftir brösótta byrjun. Liðið lá meðal annars á KR-vellinum í fjórðu umferð 3-1 þar sem liðið var gagnrýnt fyrir sókndirfsku. „Við fórum í þann leik eins og við höfðum verið að spila leikina á undan. Ætluðum að sækja eins mikið og kostur væri í stað þess að liggja til baka og láta skora á okkur. Eftir tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 þannig að þetta leit svo sem ekkert vel út. Við skoruðum mark og ég veit ekki hvort það hefði gerst ef við hefðum legið í vörn allan tímann. Það var hörkuleikur þar til um miðjan seinni hálfleikinn þegar við fáum á okkur þriðja markið,“ segir Páll Viðar. Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, segir sína menn klára í slaginn. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður,“ segir Þorsteinn og á þar við Gunnar Má Guðmundsson. Gunnar Már hefur spilað í bikarúrslitum þrjú af síðustu fjórum árum og var í sigurliði FH í fyrra. KR-ingar eru öllu reyndari en Þórsarar þegar kemur að bikarkeppninni. Þeir hafa unnið bikarinn ellefu sinnum, síðast árið 2008 og léku síðast til úrslita í fyrra. Þá steinlá liðið 4-0 gegn FH. Leikurinn í fyrra gleymdur„Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna 2008 og leiknum þegar ég var á Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það eru aðrar minningar sem við ætlum að eignast,“ segir Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn frekar en í fyrra. „Við reynum að haga okkar undirbúningi alveg eins fyrir þennan leik. Við fórum reyndar í keilu í gær [á miðvikudag] og brutum aðeins upp munstrið. Við höfum ekki haft marga daga til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Að öðru leyti æfum við eðlilega.“ Björn Jónsson og Magnús Már Lúðvíksson mynduðu sigurliðið í keilunni sem Rúnar segir hafa unnið á heppni en ekki getu. Guðmundur Reynir Gunnarsson er í leikbanni hjá KR og Óskar Örn Hauksson er frá út tímabilið vegna meiðsla. Leikmennirnir hafa farið á kostum hjá KR í sumar. „Við þurfum að skoða hvernig við stillum þessu upp. Vinstri vængurinn okkar er farinn og hann hefur verið mjög sterkur hjá okkur í sumar. Mikið af okkar spili hefur farið þar í gegn. Við sjáum til en það getur vel verið að við breytum einhverju,“ segir Rúnar sem varð bikarmeistari með KR árið 1994. Rúnar segir að þrátt fyrir að einkenni Þórs hafi í gegnum árin verið mikil barátta megi ekki gleyma því að í liðinu séu góðir fótboltamenn. Þá hafi bikarleikir mörg andlit. „Þó svo að lið nái forystu snemma leiks þá eru bikarleikir mjög fljótir að snúast í höndunum á mönnum. Það er mikið undir, mikil pressa og hvernig menn höndla það veit maður aldrei fyrr en á hólminn er komið.“ Bestu stuðningsmenn landsinsReikna má með mikilli stemningu í stúkunni í Laugardalnum á morgun. Harðasti kjarni stuðningsmanna liðanna, Miðjan hjá KR og Mjölnismenn hjá Þór, þykja fremstir meðal jafningja en það fékkst staðfest í uppgjöri á fyrri hluta Íslandsmótsins hjá KSÍ. KR-ingar leika í appelsínugulum varabúningum sínum í dag en Þórsarar í sínum hefðbundnu rauðu og hvítu. Dómari leiksins er Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag og hefst klukkan 16. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Þórsarar, nýliðarnir í Pepsi-deild karla, eru í fyrsta sinn í bikarúrslitum en liðið hefur slegið út Pepsi-deildarlið Víkings, Grindavíkur og ÍBV á leið sinni á þjóðarleikvanginn. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir mikla tilhlökkun hjá sínum mönnum. „Það á að vera spenna og tilhlökkun að fara í svona leik og verður sjálfsagt sviðsskrekkur hjá mörgum leikmönnum Þórs en ég vona að þeir verði búnir að hrista það af sér þegar flautað verður á. Það er ekkert óeðlilegt þótt menn fái smá gæsahúð þegar farið er í svona leik,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar segir alla sína menn klára í slaginn. Það er að einhverju þeirri ákvörðun hans, að hvíla lykilmenn í leiknum gegn Stjörnunni síðastliðinn sunnudag, að þakka. Leikurinn tapaðist 5-1. „Síðast þegar ég leit á töfluna voru fjögur lið fyrir neðan okkur í deildinni og eins erum við ekki að berjast um Íslandsmeistaratitil. Mér fannst ekki þess virði að fórna leikmönnum á hættusvæði sem gætu þá misst af þessum leik,“ segir Páll Viðar sem sér ekki eftir ákvörðuninni. Undirbúningur Þórsara hefur verið hefðbundinn en liðið gisti á hóteli í Reykjavík í nótt. Eru með bikarmanninn í liðinuÞórsarar hafa verið á ágætri siglingu síðari hluta móts eftir brösótta byrjun. Liðið lá meðal annars á KR-vellinum í fjórðu umferð 3-1 þar sem liðið var gagnrýnt fyrir sókndirfsku. „Við fórum í þann leik eins og við höfðum verið að spila leikina á undan. Ætluðum að sækja eins mikið og kostur væri í stað þess að liggja til baka og láta skora á okkur. Eftir tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 þannig að þetta leit svo sem ekkert vel út. Við skoruðum mark og ég veit ekki hvort það hefði gerst ef við hefðum legið í vörn allan tímann. Það var hörkuleikur þar til um miðjan seinni hálfleikinn þegar við fáum á okkur þriðja markið,“ segir Páll Viðar. Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, segir sína menn klára í slaginn. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður,“ segir Þorsteinn og á þar við Gunnar Má Guðmundsson. Gunnar Már hefur spilað í bikarúrslitum þrjú af síðustu fjórum árum og var í sigurliði FH í fyrra. KR-ingar eru öllu reyndari en Þórsarar þegar kemur að bikarkeppninni. Þeir hafa unnið bikarinn ellefu sinnum, síðast árið 2008 og léku síðast til úrslita í fyrra. Þá steinlá liðið 4-0 gegn FH. Leikurinn í fyrra gleymdur„Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna 2008 og leiknum þegar ég var á Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það eru aðrar minningar sem við ætlum að eignast,“ segir Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn frekar en í fyrra. „Við reynum að haga okkar undirbúningi alveg eins fyrir þennan leik. Við fórum reyndar í keilu í gær [á miðvikudag] og brutum aðeins upp munstrið. Við höfum ekki haft marga daga til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Að öðru leyti æfum við eðlilega.“ Björn Jónsson og Magnús Már Lúðvíksson mynduðu sigurliðið í keilunni sem Rúnar segir hafa unnið á heppni en ekki getu. Guðmundur Reynir Gunnarsson er í leikbanni hjá KR og Óskar Örn Hauksson er frá út tímabilið vegna meiðsla. Leikmennirnir hafa farið á kostum hjá KR í sumar. „Við þurfum að skoða hvernig við stillum þessu upp. Vinstri vængurinn okkar er farinn og hann hefur verið mjög sterkur hjá okkur í sumar. Mikið af okkar spili hefur farið þar í gegn. Við sjáum til en það getur vel verið að við breytum einhverju,“ segir Rúnar sem varð bikarmeistari með KR árið 1994. Rúnar segir að þrátt fyrir að einkenni Þórs hafi í gegnum árin verið mikil barátta megi ekki gleyma því að í liðinu séu góðir fótboltamenn. Þá hafi bikarleikir mörg andlit. „Þó svo að lið nái forystu snemma leiks þá eru bikarleikir mjög fljótir að snúast í höndunum á mönnum. Það er mikið undir, mikil pressa og hvernig menn höndla það veit maður aldrei fyrr en á hólminn er komið.“ Bestu stuðningsmenn landsinsReikna má með mikilli stemningu í stúkunni í Laugardalnum á morgun. Harðasti kjarni stuðningsmanna liðanna, Miðjan hjá KR og Mjölnismenn hjá Þór, þykja fremstir meðal jafningja en það fékkst staðfest í uppgjöri á fyrri hluta Íslandsmótsins hjá KSÍ. KR-ingar leika í appelsínugulum varabúningum sínum í dag en Þórsarar í sínum hefðbundnu rauðu og hvítu. Dómari leiksins er Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag og hefst klukkan 16.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira