Fólk elskar að hata mig Kjartan Guðmundsson. skrifar 13. ágúst 2011 08:00 "Ég er ekkert markagráðugri nú en fyrir tuttugu árum og held áfram að gefa á félagana ef þeir eru í betra færi en ég,“ segir Tryggvi Guðmundsson, sem nálgast markamet Inga Björns Albertssonar óðfluga. Mynd/GVA Ég læt mér nú ekki duga að jafna þetta met heldur ætla ég að bæta það. Ég deili nú þegar einu meti, yfir flest mörk skoruð á einni leiktíð á Íslandi, með þremur öðrum [Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Þórði Guðjónssyni] og hef engan áhuga á að deila fleiri metum," segir Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, sem er aðeins fimm mörkum frá því að bæta markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild á Íslandi. Ingi Björn skoraði alls 126 mörk í efstu deild á ferlinum og nú hefur Tryggvi, sem er 37 ára gamall, gert þau 122. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, eins og maðurinn sagði, og Tryggvi leggur á það sterka áherslu að hann hyggist ekki fagna of snemma. „Maður veit aldrei hvað gerist. Á mínum aldri gætu næstu meiðsli hæglega bundið enda á ferilinn. Annars hugsa ég ekki mikið um að bæta þetta met svona dagsdaglega. Möguleikinn á því er ekkert sem angrar reynslumikinn leikmann eins og mig þegar á völlinn er komið. Ég er ekkert markagráðugri nú en fyrir tuttugu árum og held áfram að gefa á félagana ef þeir eru í betra færi en ég. Ég tel það nú þegar mikið afrek að hafa skorað 122 mörk og kannski er það skemmtilegasta við þetta að í heil sjö tímabil, frá 1998 til 2004, spilaði ég ekki á Íslandi," segir Tryggvi, sem var atvinnumaður hjá norsku liðunum Tromsø og Stabæk og sænska liðinu Örgryte og skoraði einnig grimmt ytra. Meðal annars átti hann metið yfir markahæstu erlendu leikmennina sem leikið höfðu í Noregi um nokkurra ára hríð, eða þar til það met var slegið fyrir tveimur árum. Byrjaði með látumTryggvi fékk fljúgandi start á knattspyrnuferlinum á sínu fyrsta heila tímabili í efstu deild sumarið 1993, þá átján ára gamall. Hann varð fljótlega lykilmaður í liði ÍBV, skoraði þrettán mörk í sautján leikjum það sumar og varð með markahæstu mönnum mótsins þrátt fyrir að liðið hefði háð gríðarlega fallbaráttu og bjargað sér á ævintýralegan hátt í lokaleiknum. Sumarið áður, 1992, hafði Tryggvi þó þurft að taka erfiða ákvörðun varðandi framtíð sína. „Ég æfði fótbolta og handbolta. Á þessum tíma hafði ég leikið nokkra unglingalandsliðsleiki í handbolta en það var ekkert að frétta í fótboltanum. Sigurlás Þorleifsson, þáverandi þjálfari ÍBV, hafði trú á mér og gaf mér tækifæri í liðinu og því á ég honum margt að þakka." Á sínu öðru heila tímabili í efstu deild, 1994, venti Tryggvi kvæði sínu í kross og varð bikarmeistari með KR, en þá höfðu vesturbæingar beðið eftir stórum titli í ein 26 ár. „Í knattspyrnulegum skilningi séð var ég ánægður hjá KR, en ég var ekki á besta samningi í heimi hjá liðinu og átti erfitt með að ná endum saman, fjárhagslega séð, í höfuðborginni. Strax eftir þetta eina tímabil hjá KR höfðu Eyjamenn samband við mig og buðu mér flotta hluti, fínan samning og góða vinnu. Það átti að rífa liðið upp. Atli Eðvaldsson var ráðinn þjálfari og margir Eyjamenn kallaðir heim á nýjan leik, eins og ég, Leifur Geir Hafsteinsson, Ingi Sigurðsson og fleiri. Þetta var spennandi tími, sem lauk með því að haustið 1997 varð ég Íslandsmeistari með ÍBV, var valinn besti maður mótsins og var líka markahæstur," segir hann. Við tók löng atvinnumannsdvöl Tryggva ytra, en þegar hann flutti aftur til Íslands árið 2005 gekk hann til liðs við FH og tók þátt í ótrúlegri uppbyggingu og titlafjöld liðsins á síðustu árum. Hann sneri svo aftur á heimaslóðir í Vestmannaeyjum fyrir tímabilið í fyrra. Ætlaði lengra en til SkandinavíuAðspurður segist Tryggvi eiga erfitt með að velja eitt eftirlætistímabil á löngum og gifturíkum ferli. „Fyrsti titillinn árið 1997 er auðvitað minnisstæður. Það var algjört draumaár, því þá var ég líka valinn í landsliðið og varð markahæsti leikmaður A-landsliðsins það ár. Í minningunni er þetta allt voðalega fallegt. En það hafa líka verið nokkrar neikvæðar hliðar á ferlinum. Til að mynda ætlaði ég mér alltaf miklu lengra heldur en til Skandinavíu sem atvinnumaður, en leiðindahlutir komu í veg fyrir það. Eftir að ég varð næstmarkahæsti leikmaður norsku deildarinnar árið 2002 sýndu mörg félög mér áhuga, til dæmis Siena á Ítalíu, og þýska liðið Nürnberg spurðist fyrir um mig. Þá var stjórnarformaður Stabæk í þvílíku kasti og nefndi einhverja fáránlega tölu svo ekkert varð úr því. Ipswich á Englandi og fleiri lið höfðu líka áhuga á mér þegar ég var hjá Tromsø en verðmiðinn var of hár. Mig minnir að hann hafi hljóðað upp á tuttugu milljónir norskra króna, sem var mikill peningur. Eitt og annað hefði getað farið betur, en ég hef reynt að temja mér að horfa á jákvæðu hliðarnar í lífinu og það er nóg af þeim á ferlinum," segir Tryggvi. Hvers manns hugljúfi utan vallarTryggvi hefur löngum verið umdeildur leikmaður og aðspurður gengst hann fúslega við því að vera litríkur á velli, en þó ekki andstyggilegur. Að minnsta kosti ekki af ásettu ráði. „Ég hef alveg fundið fyrir því að fólk elskar að hata mig. Stuðningsmönnum annarra liða virðist oft og tíðum vera illa við mig og sjálfsagt er það vegna þessara stæla í mér á vellinum. Það kemur upp einhver púki í mér, grín og smá stríðni, en það er ekki djúpt á þessu. Ég hata ekki nokkurn mann og vil sjálfur meina að ég sé hvers manns hugljúfi utan vallar. En inni á vellinum þykir mér gaman að gera eitthvað extra. Stundum hefur það kostað mig spjöld og stundum hef ég hugsað: „Af hverju varstu svona vitlaus?" eftir leiki. Þetta er ekkert sem ég plana fyrir leiki heldur gerist þetta ósjálfrátt. Auðvitað eru margir sem þekkja mig ekki nógu vel sem dæma mig, en það er bara hluti af þessu. Til að mynda hefur mikið verið gert úr einhvers konar baráttu milli mín og Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar í Fylki en ég hef ekkert á móti honum og finnst hann flottur knattspyrnumaður. Þótt hann hafi kallað mig fífl í viðtali," segir Tryggvi og hlær. Hætti þegar ég verð þungurSér þessi 37 ára gamli leikmaður fram á lok knattspyrnuferilsins á næstunni? „Ég hef enn þá gaman af að spila og hef ákveðið að hætta þegar áhorfendur í stúkunni eru farnir að hlæja að því hversu þungur og lélegur ég er orðinn, en ég er enn í fínu standi. Samhliða spilamennskunni hef ég verið að mennta mig sem þjálfari og finnst ekki ólíklegt að ég starfi við það í framtíðinni. Þó ekki fyrr en ferlinum lýkur því mér finnst ekki sniðugt að gerast spilandi þjálfari. Ég vil geta einbeitt mér algjörlega að því starfi sem ég sinni hverju í hvert sinn. Ég hef verið sjónvarpsspekingur í umfjöllun um enska boltann og Meistaradeildina og að öllum líkindum verður svo hóað í mig til að fjalla um íslenska boltann þegar ég er hættur að spila. Það er starf sem ég hef mikla ánægju af, enda fótboltafíkill." Sigurður Örn erfiðasturTryggvi hugsar sig vandlega um þegar hann er spurður hver sé sá íslenski leikmaður sem hefur reynst honum erfiðasti andstæðingurinn á ferlinum. „Þetta er erfið spurning. Ég vil helst ekki nefna andstæðing sem ég á hugsanlega eftir að mæta aftur, því það gefur honum aukið sjálfstraust. Ég segi því Sigurður Örn Jónsson, fyrrverandi hægri bakvörður í KR. Ég átti í miklum vandræðum með hann og hann hætti of snemma." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fimm af sex markahæstu starfa hjá 365 Fimm af sex markahæstu leikmönnum efstu deildar í knattspyrnu frá upphafi starfa innan vébanda 365 miðla. 13. ágúst 2011 08:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Ég læt mér nú ekki duga að jafna þetta met heldur ætla ég að bæta það. Ég deili nú þegar einu meti, yfir flest mörk skoruð á einni leiktíð á Íslandi, með þremur öðrum [Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Þórði Guðjónssyni] og hef engan áhuga á að deila fleiri metum," segir Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, sem er aðeins fimm mörkum frá því að bæta markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild á Íslandi. Ingi Björn skoraði alls 126 mörk í efstu deild á ferlinum og nú hefur Tryggvi, sem er 37 ára gamall, gert þau 122. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, eins og maðurinn sagði, og Tryggvi leggur á það sterka áherslu að hann hyggist ekki fagna of snemma. „Maður veit aldrei hvað gerist. Á mínum aldri gætu næstu meiðsli hæglega bundið enda á ferilinn. Annars hugsa ég ekki mikið um að bæta þetta met svona dagsdaglega. Möguleikinn á því er ekkert sem angrar reynslumikinn leikmann eins og mig þegar á völlinn er komið. Ég er ekkert markagráðugri nú en fyrir tuttugu árum og held áfram að gefa á félagana ef þeir eru í betra færi en ég. Ég tel það nú þegar mikið afrek að hafa skorað 122 mörk og kannski er það skemmtilegasta við þetta að í heil sjö tímabil, frá 1998 til 2004, spilaði ég ekki á Íslandi," segir Tryggvi, sem var atvinnumaður hjá norsku liðunum Tromsø og Stabæk og sænska liðinu Örgryte og skoraði einnig grimmt ytra. Meðal annars átti hann metið yfir markahæstu erlendu leikmennina sem leikið höfðu í Noregi um nokkurra ára hríð, eða þar til það met var slegið fyrir tveimur árum. Byrjaði með látumTryggvi fékk fljúgandi start á knattspyrnuferlinum á sínu fyrsta heila tímabili í efstu deild sumarið 1993, þá átján ára gamall. Hann varð fljótlega lykilmaður í liði ÍBV, skoraði þrettán mörk í sautján leikjum það sumar og varð með markahæstu mönnum mótsins þrátt fyrir að liðið hefði háð gríðarlega fallbaráttu og bjargað sér á ævintýralegan hátt í lokaleiknum. Sumarið áður, 1992, hafði Tryggvi þó þurft að taka erfiða ákvörðun varðandi framtíð sína. „Ég æfði fótbolta og handbolta. Á þessum tíma hafði ég leikið nokkra unglingalandsliðsleiki í handbolta en það var ekkert að frétta í fótboltanum. Sigurlás Þorleifsson, þáverandi þjálfari ÍBV, hafði trú á mér og gaf mér tækifæri í liðinu og því á ég honum margt að þakka." Á sínu öðru heila tímabili í efstu deild, 1994, venti Tryggvi kvæði sínu í kross og varð bikarmeistari með KR, en þá höfðu vesturbæingar beðið eftir stórum titli í ein 26 ár. „Í knattspyrnulegum skilningi séð var ég ánægður hjá KR, en ég var ekki á besta samningi í heimi hjá liðinu og átti erfitt með að ná endum saman, fjárhagslega séð, í höfuðborginni. Strax eftir þetta eina tímabil hjá KR höfðu Eyjamenn samband við mig og buðu mér flotta hluti, fínan samning og góða vinnu. Það átti að rífa liðið upp. Atli Eðvaldsson var ráðinn þjálfari og margir Eyjamenn kallaðir heim á nýjan leik, eins og ég, Leifur Geir Hafsteinsson, Ingi Sigurðsson og fleiri. Þetta var spennandi tími, sem lauk með því að haustið 1997 varð ég Íslandsmeistari með ÍBV, var valinn besti maður mótsins og var líka markahæstur," segir hann. Við tók löng atvinnumannsdvöl Tryggva ytra, en þegar hann flutti aftur til Íslands árið 2005 gekk hann til liðs við FH og tók þátt í ótrúlegri uppbyggingu og titlafjöld liðsins á síðustu árum. Hann sneri svo aftur á heimaslóðir í Vestmannaeyjum fyrir tímabilið í fyrra. Ætlaði lengra en til SkandinavíuAðspurður segist Tryggvi eiga erfitt með að velja eitt eftirlætistímabil á löngum og gifturíkum ferli. „Fyrsti titillinn árið 1997 er auðvitað minnisstæður. Það var algjört draumaár, því þá var ég líka valinn í landsliðið og varð markahæsti leikmaður A-landsliðsins það ár. Í minningunni er þetta allt voðalega fallegt. En það hafa líka verið nokkrar neikvæðar hliðar á ferlinum. Til að mynda ætlaði ég mér alltaf miklu lengra heldur en til Skandinavíu sem atvinnumaður, en leiðindahlutir komu í veg fyrir það. Eftir að ég varð næstmarkahæsti leikmaður norsku deildarinnar árið 2002 sýndu mörg félög mér áhuga, til dæmis Siena á Ítalíu, og þýska liðið Nürnberg spurðist fyrir um mig. Þá var stjórnarformaður Stabæk í þvílíku kasti og nefndi einhverja fáránlega tölu svo ekkert varð úr því. Ipswich á Englandi og fleiri lið höfðu líka áhuga á mér þegar ég var hjá Tromsø en verðmiðinn var of hár. Mig minnir að hann hafi hljóðað upp á tuttugu milljónir norskra króna, sem var mikill peningur. Eitt og annað hefði getað farið betur, en ég hef reynt að temja mér að horfa á jákvæðu hliðarnar í lífinu og það er nóg af þeim á ferlinum," segir Tryggvi. Hvers manns hugljúfi utan vallarTryggvi hefur löngum verið umdeildur leikmaður og aðspurður gengst hann fúslega við því að vera litríkur á velli, en þó ekki andstyggilegur. Að minnsta kosti ekki af ásettu ráði. „Ég hef alveg fundið fyrir því að fólk elskar að hata mig. Stuðningsmönnum annarra liða virðist oft og tíðum vera illa við mig og sjálfsagt er það vegna þessara stæla í mér á vellinum. Það kemur upp einhver púki í mér, grín og smá stríðni, en það er ekki djúpt á þessu. Ég hata ekki nokkurn mann og vil sjálfur meina að ég sé hvers manns hugljúfi utan vallar. En inni á vellinum þykir mér gaman að gera eitthvað extra. Stundum hefur það kostað mig spjöld og stundum hef ég hugsað: „Af hverju varstu svona vitlaus?" eftir leiki. Þetta er ekkert sem ég plana fyrir leiki heldur gerist þetta ósjálfrátt. Auðvitað eru margir sem þekkja mig ekki nógu vel sem dæma mig, en það er bara hluti af þessu. Til að mynda hefur mikið verið gert úr einhvers konar baráttu milli mín og Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar í Fylki en ég hef ekkert á móti honum og finnst hann flottur knattspyrnumaður. Þótt hann hafi kallað mig fífl í viðtali," segir Tryggvi og hlær. Hætti þegar ég verð þungurSér þessi 37 ára gamli leikmaður fram á lok knattspyrnuferilsins á næstunni? „Ég hef enn þá gaman af að spila og hef ákveðið að hætta þegar áhorfendur í stúkunni eru farnir að hlæja að því hversu þungur og lélegur ég er orðinn, en ég er enn í fínu standi. Samhliða spilamennskunni hef ég verið að mennta mig sem þjálfari og finnst ekki ólíklegt að ég starfi við það í framtíðinni. Þó ekki fyrr en ferlinum lýkur því mér finnst ekki sniðugt að gerast spilandi þjálfari. Ég vil geta einbeitt mér algjörlega að því starfi sem ég sinni hverju í hvert sinn. Ég hef verið sjónvarpsspekingur í umfjöllun um enska boltann og Meistaradeildina og að öllum líkindum verður svo hóað í mig til að fjalla um íslenska boltann þegar ég er hættur að spila. Það er starf sem ég hef mikla ánægju af, enda fótboltafíkill." Sigurður Örn erfiðasturTryggvi hugsar sig vandlega um þegar hann er spurður hver sé sá íslenski leikmaður sem hefur reynst honum erfiðasti andstæðingurinn á ferlinum. „Þetta er erfið spurning. Ég vil helst ekki nefna andstæðing sem ég á hugsanlega eftir að mæta aftur, því það gefur honum aukið sjálfstraust. Ég segi því Sigurður Örn Jónsson, fyrrverandi hægri bakvörður í KR. Ég átti í miklum vandræðum með hann og hann hætti of snemma."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fimm af sex markahæstu starfa hjá 365 Fimm af sex markahæstu leikmönnum efstu deildar í knattspyrnu frá upphafi starfa innan vébanda 365 miðla. 13. ágúst 2011 08:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Fimm af sex markahæstu starfa hjá 365 Fimm af sex markahæstu leikmönnum efstu deildar í knattspyrnu frá upphafi starfa innan vébanda 365 miðla. 13. ágúst 2011 08:30