Fleiri fréttir

Beckham er einn af fimm bestu leikmönnum heims

Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo getur ekki beðið eftir því að David Beckham komi aftur til AC Milan. Pirlo segir að Becks styrki lið Milan mikið og verði mikil ógn gegn Man. Utd í Meistaradeildinni.

Messi og Marta bestu leikmenn heims

Það fór eins og spáð var að Argentínumaðurinn Lionel Messi og brasilíska konan Marta voru valin bestu knattspyrnumenn heims af FIFA í kvöld.

Gasol nálægt því að framlengja við Lakers

Það er fátt sem bendir til þess að Lakers-maskínan sé að fara að leysast upp því Pau Gasol og Kobe Bryant eru líklega báðir að gera nýjan samning við NBA-meistarana.

Messi: Ekki kalla mig kónginn í fótboltanum

Lionel Messi er væntanlega að fara að fá ein verðlaun til viðbótar í kvöld þegar FIFA tilkynnir um hvaða leikmaður var kosinn besti knattspyrnumaður heims fyrir þetta ár. Messi var aðalmaðurinn á bak við sex titla Barcelona-liðsins á árinu 2009.

Ranieri: Ég var rekinn fyrir minna í vor

Claudio Ranieri segir að Ciro Ferrara fá meiri þolinmæði sem þjálfari ítalska liðsins Juventus en hann hafi fengið fyrir ári síðan þegar hann var rekinn frá félaginu þegar tvær umferðir voru eftir af ítölsku deildinni.

Rúnar spilaði með Lilleström á ný - myndband

Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, spilaði með Stjörnuliði Lilleström í sýningarleik í gær fyrir fram 1800 áhorfendur í LSK-höllinni. Rúnar og félagar mættu A-liðinu og töpuðu leiknum 2-4.

Mun Bellamy biðja um það að vera settur á sölulista?

Craig Bellamy er einn af þeim leikmönnum Manchester City sem eru ósáttastir með það að Mark Hughes hafi verið rekinn sem stjóri liðsins. Samkvæmt frétt Telegraph er Walesbúinn það ósáttur með meðferð landa síns að hann er að hugsa um að biðja um það að vera settur á sölulista.

Ribery, Torres og Henry allir orðaðir við Manchester City

Roberto Mancini, nýi stjórinn hjá Manchester City, var varla sestur í stjórastólinn þegar menn fóru að spá því að hann verði duglegur að kaupa nýja leikmenn til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Búið að fresta leik Grétars Rafns og félaga í kvöld

Það verður ekkert af leik Wigan og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld því það er búið að fresta leiknum vegna öryggisástæðna þar sem vegasamgöngur að vellinum eru mjög erfiðar eftir vetrarríkið á Bretlandseyjum síðustu daga.

Mascherano spilar ekki fleiri leiki á árinu 2009

Javier Mascherano fær gott jólafrí um þessi jól því hann þarf að taka út fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á móti Portsmouth á laugardaginn. Mascherano lét þá Ben Haim finna fyrir sér á viðkvæmum stað.

Þórir byrjaði alveg eins og Marit Breivik

Norðmenn eru nokkuð sáttir með árangur norska kvennalandsliðsins í handbolta þrátt fyrir að liðið hafi misst af sínum fyrsta úrslitaleik á stórmóti síðan á HM 2005. Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfari liðsins, náði bronsverðlaunum með ungt lið og án nokkra af bestu handboltakonum heims.

Mark Hughes fær líklega 623 milljónir í starfslokasamning

Mark Hughes, fyrrum stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, fer ekki alveg tómhentur frá félaginu því það er búist við að hann fái þrjár milljónir punda í starfslokasamning sem er um 623 milljónir íslenskra króna.

Chelsea stendur á bak við John Terry og segir hann saklausan

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur enga trú á því að fréttirnar um John Terry séu sannar um að hann hafi tekið við peningum fyrir sýningaferð um aðstöðu félagsins og aðgengi að æfingasvæði leikmönnum og nokkrum af stjörnum liðsins. Chelsea hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu um að John Terry hafi ekki tekið neinn pening fyrir þessar ferðir á bak við tjöldin hjá Chelsea.

Dallas vann Cleveland án Dirk Nowitzki

Dallas Mavericks vann 102-95 sigur á Cleveland í NBA-deildinni í nótt og spillti þar með 500. leiknum hjá LeBron James. Dirk Nowitzki gat ekki spilað með Dallas þar sem hann var enn að jafna sig eftir að hafa fengið tennur Carls Landry hjá Houston í olnbogann.

Toni má fara frítt frá Bayern

Luca Toni má fara frítt frá Bayern München þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Þetta sagði Uli Höness, framkvæmdarstjóri Bayern, í samtali við þýska fjölmiðla í dag.

Helena náði sínu 500. frákasti

Helena Sverrisdóttir náði merkum áfanga þegar að háskólalið hennar, TCU, vann auðveldan sigur á Sam Houston í dag, 83-65.

Valencia mistókst að ná þriðja sætinu

Valencia mistókst að komast upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði markalaust jafntefli við Deportivo La Coruna á útivelli í kvöld.

Monaco og Lyon skildu jöfn

Monaco og Lyon skildu í kvöld jöfn, 1-1, í frönsku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Monaco.

Inter aftur á sigurbraut

Inter komst aftur á sigurbraut í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið vann Lazio, 1-0, í kvöld eftir að hafa leikið tvo leiki í röð án sigurs.

John Terry í ólöglegu braski

Breska blaðið News of the World kom í dag upp um ólöglegt brask hjá John Terry, fyrirliða enska landsliðsins og Chelsea. Terry hélt að hann væri að funda með ríkum viðskiptamanni en var þá í raun að ræða við blaðamann sem kom fyrir falinni myndavél.

Kiel mætir Gummersbach í bikarnum

Dregið var í fjórðungsúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, mætir sínu gamla liði, Gummersbach.

Ancelotti: Ég er ekki dómari

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að 1-1 jafnteflið gegn West Ham í dag hafi verið sanngjörn úrslit. Hann vildi þó ekkert tjá sig um dómara leiksins, Mike Dean.

Wenger ákveðinn í að halda Gallas

Samningur franska varnarmannsins William Gallas hjá Arsenal rennur út næsta sumar. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ákveðinn í að gera nýjan samning við leikmanninn.

Jafntefli í toppslagnum

Kiel og Hamburg skildu jöfn, 29-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Kiel er því enn taplaust á toppi deildarinnar.

Chelsea fékk eitt stig á Upton Park

Chelsea er komið með fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni en liðið gerði jafntefli við West Ham á útivelli 1-1. Leikurinn var skemmtilegur áhorfs og bæði lið fengu færi til að ná í öll stigin þrjú.

Sigurgöngu Birmingham lokið - Jafnt gegn Everton

Birmingham mistókst að vinna sinn sjötta leik í röð þegar liðið gerði jafntefli við Everton 1-1 í dag. Stigið sem Birmingham fékk gerði það þó að verkum að liðið komst uppfyrir Liverpool í sjöunda sæti deildarinnar.

Sunderland og Aston Villa horfa til Keane

Sunderland og Aston Villa hafa áhuga á írska sóknarmanninum Robbie Keane hjá Tottenham. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er sagður tilbúinn að selja Keane og er víst sérstaklega óánægður með framgöngu fyrirliðans þegar leikmenn skelltu sér á fyllerí án leyfis félagsins.

Fátt virðist geta stöðvað Newcastle

Allt útlit er fyrir að Newcastle mæti aftur til leiks í úrvalsdeildina á næsta tímabili. Liðið vann vinnusigur á grönnum sínum í Middlesbrough 2-0 í ensku 1. deildinni í dag og er fyrir vikið komið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Úlfarnir unnu heimasigur á Burnley

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Wolves vann verðskuldaðan sigur á Burnley 2-0. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn sem varamaður hjá Burnley á 67. mínútu og krækti sér í gult spjald rétt fyrir leikslok.

Hearts vann Celtic

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-1 sigur á Celtic í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Reynir Ferguson aftur við Benzema?

Sir Alex Ferguson náði ekki að landa Karim Benzema síðasta sumar og var leikmaðurinn keyptur til Real Madrid frá Lyon. Í nokkrum af sunnudagsblöðum Englands er reiknað með að Ferguson sé þó ekki búinn að gefast upp á að fá Benzema til Manchester United.

Peter Taylor: Mancini er einstaklega geðþekkur

Fyrsti leikur Manchester City undir stjórn Roberto Mancini verður á öðrum degi jóla þegar liðið leikur gegn Stoke. Sem leikmaður átti Mancini stutta viðveru í enska boltanum en það var með Leicester undir lok ferils hans 2001.

Bevan: Hughes átti þetta ekki skilið

Richard Bevan, formaður samtaka knattspyrnustjóra á Englandi, segir að Mark Hughes hafi ekki fengið að vita um uppsögn sína fyrr en eftir leik Manchester City í gær.

Öll mörkin úr enska boltanum á Vísi

Eins og alltaf má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar hér á Vísi en alls fóru sex leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í gær.

KR tapaði aftur í Kína

KR tapaði fyrir Beijing Aoeshen í síðari sýningarleik liðanna í Chengdu í Kína í morgun, 104-81.

Þórir fékk brons í Kína

Noregur vann í dag Spán, 31-26, í leik um þrijða sætið á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna sem haldið er í Kína. Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins.

Halldór aftur í Þrótt

Þrótturum hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í 1. deild karla í knattspyrnu er Halldór Hilmisson gekk aftur í raðir liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir