Enski boltinn

Mascherano spilar ekki fleiri leiki á árinu 2009

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Mascherano liggur hér í grasinu eftir að hafa brotið á Ben Haim.
Javier Mascherano liggur hér í grasinu eftir að hafa brotið á Ben Haim. Mynd/AFP

Javier Mascherano fær gott jólafrí um þessi jól því hann þarf að taka út fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á móti Portsmouth á laugardaginn. Mascherano lét þá Ben Haim finna fyrir sér á viðkvæmum stað.

Þetta var annað rauða spjaldið sem Mascherano fær á þessu tímabili og því bíður hans fjögurra leikja bann. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fá þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald.

Mascherano mun missa af deildarleikjum Liverpool á móti Wolves, Tottenham og Aston Villa sem og af bikarleik liðsins á móti Reading en það fyrsti leikur félagsins á árinu 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×