Enski boltinn

Öll mörkin úr enska boltanum á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Portsmouth fagna öðru marka sinna gegn Liverpool í gær.
Leikmenn Portsmouth fagna öðru marka sinna gegn Liverpool í gær. Nordic Photos / Getty Images

Eins og alltaf má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar hér á Vísi en alls fóru sex leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool og Manchester United töpuðu sínum leikjum en Arsenal, Aston Villa og Tottenham unnu öll góða sigra og hleyptu þar með enn meiri spennu í toppbaráttuna.

Þá stýrði Mark Hughes sínum síðasta leik með Manchester City sem vann Sunderland, 4-3. Hann var svo rekinn eftir leikinn og Roberto Mancini ráðinn í hans stað.

Samantektirnar má sjá hér. Þar koma einnig inn samantektir eftir leiki dagsins í enska boltanum, skömmu eftir að þeim lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×