Enski boltinn

Bevan: Hughes átti þetta ekki skilið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes.

Richard Bevan, formaður samtaka knattspyrnustjóra á Englandi, segir að Mark Hughes hafi ekki fengið að vita um uppsögn sína fyrr en eftir leik Manchester City í gær.

Getgátur hafa verið uppi um að Hughes hafi vitað fyrir leikinn að hann yrði hans síðasti. Bevan segir svo ekki vera þó líklegt sé að Hughes hafi verið farinn að gruna ýmislegt.

Bevan segir að sitt mat sé að Hughes hafi ekki átt skilið þessa meðhöndlun frá stjórn Manchester City. „Þetta eru vonbrigði. Hefði hann og starfslið hans fengið meiri tíma hefði hann skilað góðum árangri. Liðið er bara búið að tapa tveimur deildarleikjum og er komið í undanúrslit deildabikarsins," sagði Bevan í viðtali.

Bevan telur líklegt að nokkuð sé síðan að tekin hafi verið ákvörðun um að Hughes yrði ekki áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×