Fótbolti

Messi og Marta bestu leikmenn heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi og Marta með verðlaun sín í kvöld.
Messi og Marta með verðlaun sín í kvöld.

Það fór eins og spáð var að Argentínumaðurinn Lionel Messi og brasilíska konan Marta voru valin bestu knattspyrnumenn heims af FIFA í kvöld.

Marta var að vinna verðlaunin fjórða árið í röð en slíkt hefur aldrei gerst áður. Marta grét af gleði er hún tók á móti verðlaunum sínum.

Messi átti lygilegt ár með Barcelona en Barca vann alla þá sex bikara sem í boði voru þetta árið. Messi algjör lykilmaður hjá þeim í öllum keppnum.

Messi fékk yfirburðakosningu í kjörinu eða 1.073 stig. Ronaldo kom næstur með 352 stig. Xavi varð þriðji með 196 stig, Kaká fjórði með 190 og Iniesta fimmti með 134 stig.

Cristiano Ronaldo skoraði mark ársins en það var sigurmark hans með Man. Utd gegn Porto í Meistaradeildinni á útivelli. 35 metra hamar sem söng í fjærhorninu.

Einnig var tilkynnt lið ársins 2009. Það lítur svona út:

Iker Casillas (Real Madrid), John Terry (Chelsea), Nemanja Vidic (Man. Utd), Patrice Evra (Man. Utd), Dani Alves (Barcelona), Xavi (Barcelona), Andres Iniesta (Barcelona), Steven Gerrard (Liverpool), Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Fernando Torres (Liverpool).














Fleiri fréttir

Sjá meira


×