Enski boltinn

Fátt virðist geta stöðvað Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Shola Ameobi.
Shola Ameobi.

Allt útlit er fyrir að Newcastle mæti aftur til leiks í úrvalsdeildina á næsta tímabili. Liðið vann vinnusigur á grönnum sínum í Middlesbrough 2-0 í ensku 1. deildinni í dag og er fyrir vikið komið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Marlon Harewood kom Newcastle yfir eftir umdeilt atvik. Leikmenn Boro töldu Shola Ameobi hafa gerst brotlegur með hrindingu í undirbúningi marksins en ekkert var dæmt.

Ameobi skoraði síðan annað mark leiksins með kröftugum skalla eftir magnaða fyrirgjöf Danny Guthrie frá hægri. Isaiah Osbourne komst næst því að skora fyrir gestina en skot hans hafnaði í tréverkinu. Þess utan ógnaði Boro ekki mikið í leiknum.

Eins og áður sagði er forysta Newcastle í deildinni 10 stig en það hefur 49 stig á toppnum. Middlesbrough er hinsvegar í 14. sæti með 29 stig og útlit fyrir einhverja bið í að við getum borið það lið augum aftur í efstu deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×