Enski boltinn

Chelsea stendur á bak við John Terry og segir hann saklausan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins.
John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur enga trú á því að fréttirnar um John Terry séu sannar um að hann hafi tekið við peningum fyrir sýningaferð um aðstöðu félagsins og aðgengi að æfingasvæði leikmönnum og nokkrum af stjörnum liðsins.

Chelsea hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu um að John Terry hafi ekki tekið neinn pening fyrir þessar ferðir á bak við tjöldin hjá Chelsea.

Breska blaðið News of the World kom upp um herlegheitin í sunnudagsblaði sínu þar sem Terry og miðabraskarinn Tony Bruce tóku þrjá dulbúna blaðamenn News of the World í umrædda sýningarferð án þess að félagið vissi um það. Pakkinn var sagður kosta 10 þúsund pund eða um 2 milljónir íslenskra króna.

Terry hélt að hann væri að funda með ríkum viðskiptamanni en var þá í raun að ræða við blaðamann sem kom fyrir falinni myndavél. News of the World hefur sent Chelsea og knattspyrnusambandinu eintök af upptöku sinni með fundinum með Terry og Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×