Enski boltinn

Ancelotti: Ég er ekki dómari

Elvar Geir Magnússon skrifar

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að 1-1 jafnteflið gegn West Ham í dag hafi verið sanngjörn úrslit. Hann vildi þó ekkert tjá sig um dómara leiksins, Mike Dean.

Chelsea jafnaði með marki frá Frank Lampard úr vítaspyrnu en óhætt er að segja að þeir bláklæddu hafi fengið þá spyrnu á silfurfati. „Ég er ekki hrifinn af því að leggja mitt mat á störf dómarans því ég er ekki dómari sjálfur," sagði Ancelotti.

„Við spiluðum ekki vel, frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki góð en jafntefli voru sanngjörn úrslit. Við vorum kraftmeiri í seinni hálfleik og sóttum meira til sigurs."

Smelltu hér til að sjá helstu atvikin úr leiknum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×