Fótbolti

Hearts vann Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-1 sigur á Celtic í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Eggert spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Hearts og átti góðan leik rétt eins og félagar hans.

Georgios Samaras kom Celtic yfir á 21. mínútu leiksins en tíu mínútum síðan dró til tíðinda á ný. Gary Caldwell fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Jamie Mole í vítateig Celtic og því víti dæmt.

Michael Stewart jafnaði metin úr vítaspyrnunni og Ismael Bouzid skoraði sigurmark Hearts á 76. mínútu með skalla.

Celtic er nú fjórum stigum á eftir Rangers á toppi deildarinnar en Hearts er í sjöunda sæti með sautján stig, 20 stigum á eftir Rangers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×