Enski boltinn

Chelsea fékk eitt stig á Upton Park

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frank Lampard þurfti að endurtaka vítaspyrnu í tvígang.
Frank Lampard þurfti að endurtaka vítaspyrnu í tvígang.

Chelsea er komið með fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni en liðið gerði jafntefli við West Ham á útivelli 1-1. Leikurinn var skemmtilegur áhorfs og bæði lið fengu færi til að ná í öll stigin þrjú.

Grimmir leikmenn West Ham komust yfir úr vítaspyrnu Alessandro Diamanti í lok fyrri hálfleiks sem dæmd var réttilega eftir klaufalegt brot Ashley Cole. Staðan í hálfleik var 1-0 en Chelsea jafnaði 61. mínútu, einnig úr vítaspyrnu.

Sá dómur var einfaldlega rangur. Matthew Upson fór beint í boltann en aðstoðardómarinn taldi að um brot hefði verið að ræða og tók dómarinn mark á því. Frank Lampard steig á punktinn og skoraði en þurfti að endurtaka spyrnuna tvívegis. Hann kom boltanum framhjá Robert Green í öll þrjú skiptin en aðeins þriðja spyrnan var lögleg og staðan orðin 1-1 sem svo urðu úrslitin.

West Ham er í 19. sæti deildarinnar, sitja í næst neðsta sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×