Enski boltinn

Sigurgöngu Birmingham lokið - Jafnt gegn Everton

Elvar Geir Magnússon skrifar

Birmingham mistókst að vinna sinn sjötta leik í röð þegar liðið gerði jafntefli við Everton á útivelli 1-1 í dag. Stigið sem Birmingham fékk gerði það þó að verkum að liðið komst uppfyrir Liverpool í sjöunda sæti deildarinnar.

Everton byrjaði betur og Diniyar Bilyaletdinov kom liðinu yfir. En Sebastian Larsson jafnaði og var ekkert skorað í seinni hálfleiknum.

Everton situr í 15. sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×