Enski boltinn

Wenger ákveðinn í að halda Gallas

Elvar Geir Magnússon skrifar

Samningur franska varnarmannsins William Gallas hjá Arsenal rennur út næsta sumar. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ákveðinn í að gera nýjan samning við leikmanninn.

Önnur félög mega tala við Gallas í janúar og ef allt fer á versta veg fyrir Arsenal gæti hann yfirgefið félagið án greiðslu næsta sumar.

Mílanóliðin AC og Inter sýndu bæði áhuga á leikmanninum í fyrra þegar hann virtist vera á leið frá Arsenal vegna hegðunarvandamála. Þá var hann einnig orðaður við lið í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×