Fótbolti

Katrín kaus ekki Mörtu en Sigurður gerði það

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn kaus Mörtu.
Landsliðsþjálfarinn kaus Mörtu.

Brasilíski knattspyrnukonan Marta var kosin besta knattspyrnukona heims fjórða árið í röð.

Hún er þó ekki sú besta í augum landsliðsfyrirliðans, Katrínar Jónsdóttur, sem hafði Mörtu ekki á meðal þriggja efstu á sínum atkvæðaseðli.

Katrín valdi Birgit Prinz í fyrsta sætið, Nadine Angerer í annað og Inka Grings í það þriðja.

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson var með Mörtu í fyrsta sæti, Kelly Smith var númer tvö hjá Sigurði og Inka Grings í því þriðja rétt eins og Katrín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×