Enski boltinn

Úlfarnir unnu heimasigur á Burnley

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kevin Doyle.
Kevin Doyle.

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Wolves vann verðskuldaðan sigur á Burnley 2-0. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn sem varamaður hjá Burnley á 67. mínútu og krækti sér í gult spjald rétt fyrir leikslok.

Nenad Milijas skoraði fyrra markið eftir stundarfjórðung en Kevin Doyle bætti síðan við marki snemma í seinni hálfleik og fagnaði með því að rífa sig úr að ofan.

Liðin eru nú jöfn að stigum í 12.- 14. sæti deildarinnar, með 19 stig hvort.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×