Enski boltinn

Carew bjartsýnn fyrir leikina gegn Liverpool og Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er mikið sjálfstraust í leikmannahópi Aston Villa eftir frábært gengi það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Villa á tvo stóra leiki um hátíðirnar en þá mætir liðið bæði Arsenal og Liverpool.

„Þetta er tveir risaleikir fyrir okkur enda ætlum við að vera í einu af fjórum efstu sætunum að þessu sinni," sagði Norðmaðurinn hávaxni.

„Við getum vart beðið eftir þessum leikjum og mætum í þá með sjálfstraustið í botni. Við vitum vel að við getum fengið helling úr þessum leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×