Fleiri fréttir

Stefán Már leiðir hjá körlunum

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir eftir fyrsta keppnisdag í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Grafarholtsvelli.

Bjarni Jóhannsson: Vorum grimmari

Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar leiðist væntanlega ekki að leika gegn Þrótti. 6-0 sigur fyrr á leiktíðinni og 5-1 í kvöld gefur til kynna að Þróttur henti Stjörnunni vel.

Gunnar Oddsson: Henta okkur illa

Gunnar Oddsson þjálfari Þróttar var að vonum sár og svekktur eftir aðra flengingu tímabilsins gegn Stjörnunni.

Guðmundur Steinarsson: Þessir 1-0 sigrar telja oft svo rosalega mikið

Guðmundur Steinarsson lék sinn fyrsta leik með Keflavík á tímabilinu eftir að hafa verið í herbúðum Vaduz frá Liechtenstein í hálft ár. Guðmundur var mjög ógnandi í fyrri háfleik og lagði síðan upp sigurmarkið í seinni hálfleik í 1-0 heimasigri Keflavíkur á Fylki.

Valur Fannar: Það var ekki nógu mikill kraftur í okkur

„Við vildum að sjálfsögðu fá fleiri stig út úr þessum leik en við sýndum ekki að við ættum það skilið. Við vorum aðeins á hælunum í öllum leiknum fyrir utan síðustu tíu mínúturnar þegar við vorum komnir upp við vegg og gáfum allt í þetta," sagði Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis eftir 1-0 tap Árbæjarliðsins í Keflavík í kvöld.

Umfjöllun: Framarar úr leik í Evrópudeildinni

Framarar eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-0 tap fyrir tékkneska liðinu SK Sigma á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Sigma vinnur því 3-1 samanlagt.

Umfjöllun: Stjarnan rúllaði aftur yfir Þrótt

Stjarnan bætti fyrir tvo ósigra í röð með því að valta yfir Þrótt, 5-1, í Garðabæ í kvöld. Stjarnan skoraði þar með 11 mörk í leikjunum tveimur gegn Þrótti því fyrri leik liðanna lauk 6-0.

Marinko Skaricic í Fjölni

Fjölnir hefur bætt við sig leikmanni en það er króatíski varnarmaðurinn Marinko Skaricic sem lék með Grindavík í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net.

KR-ingar í vandræðum í Grikklandi - Larissa að vinna 1-0 í hálfleik

KR-ingar eiga í vök að verjast í seinni leik sínum gegn Larissa í Evrópudeildinni á Grikklandi og staðan er 1-0 heimamönnum í vil í hálfleik. KR-ingar unnu fyrri leikinn sem kunnugt er 2-0 á KR-vellinum og eru því enn með yfirhöndina í einvíginu en allur seinni hálfleikurinn er eftir.

Allt byrjunarlið Vals í 40 manna undirbúningshóp fyrir EM

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september. Sigurður Ragnar hefur valið 40 leikmenn í þennan undirbúningshóp sinn sem verður svo skorinn niður í 22 leikmenn áður en til keppninnar er haldið.

Sigurður Ágústsson með slitið krossband

Sigurður Ágústsson, línumaður FH, verður frá keppni næstu 6-9 mánuði vegna krossbandaslits í hné. Frá þessu er greint á vefsíðu Fimleikafélagsins.

Eto'o búinn að ná samkomulagi við Inter

Samuel Eto'o hefur náð samkomulagi við Ítalíumeistara Inter samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Svíinn Zlatan Ibrahimovic fer til Barcelona í skiptum og þá mun Alexander Hleb ganga til liðs við Inter á lánssamningi.

Skrtel sendur aftur til Englands

Varnarmaðurinn Martin Skrtel hjá Liverpool fór meiddur af velli í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tæland í æfingaleik í Bangkok. Skrtel meiddist á læri og er á leið aftur til Englands í nánari skoðun.

Mark Webber áfram hjá Red Bull

Ástralinn Mark Webber hefur skrifað undir samning við Red Bull um áframhaldandi veru hjá liðinu 2010. Þetta var tilkynnt í dag í Ungverjalandi, en Formúlu 1 verður þar um helgina.

Tekst það loksins hjá Fylki í tólftu tilraun?

Fylkir heimsækir Keflavík í 13. umferð Pepsi-deild karla í kvöld. Árbæjarliðið á enn eftir að vinna leik í efstu deild í Keflavík en liðin mætast þarna í tólfta sinn.

Liverpool segist ekki vera að fara selja Alonso til Real

Liverpool hefur neitað þeim sögusögnum að félagið sé búið að samþykkja kauptilboð spænska liðsins Real Madrid á Xabi Alonso. Það ýtti undir sögusagnirnar að spænski miðjumaðurinn missti af æfingaleik liðsins á móti Tælandi í gær.

Fölsk frétt um að Toni sé kominn til Dortmund

Frétt birtist á opinberri heimasíðu þýska félagsins Borussia Dortmund þess efnis að félagið hefði keypt Luca Toni frá Bayern München. Þessi frétt reyndist ekki sönn heldur verk tölvuþrjótar sem hakkaði sig inn á síðuna.

Steinþór stefnir á að ná leiknum gegn FH

Steinþór Freyr Þorsteinsson er enn á meiðslalistanum og getur ekki leikið með Stjörnunni gegn Þrótti í kvöld. Steinþór hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins og hefur verið sárt saknað í Garðabæjarliðinu.

Kobe Bryant vill klára ferilinn með Lakers

Kobe Bryant ætlar sér að enda NBA-ferillinn þar sem hann byrjaði eða sem leikmaður Los Angeles Lakers. Kobe sem er 30 ára gamall varð NBA-miestari með liðinu í fjórða sinn í júní.

Arnar Grétars: Ætlum okkur klárlega þrjú stig

Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli.

Guðmundur: Óli Þórðar hefur barið liðsanda í Fylki

„Það er mikill léttir að allt þetta sé að baki og maður geti farið að einbeita sér alfarið að Keflavík," segir Guðmundur Steinarsson sem hefur loksins fengið leikheimild með Keflvíkingum og spilar í kvöld gegn Fylki.

Leik Larissa og KR útvarpað

KR-ingar eiga stórt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir leika gegn Larissa í Grikklandi í Evrópudeild UEFA. KR er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í heimaleiknum í síðustu viku.

Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld

Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni.

Ferguson með fullar hendur fjár

Sir Alex Ferguson er með um 60 milljónir punda sem hann getur varið í leikmannakaup fyrir tímabilið sem senn hefst. United fékk 80 milljónir punda fyrir söluna á Cristiano Ronaldo.

Tottenham vill Huntelaar

Tottenham hefur staðfest áhuga sinn á hollenska sóknarmanninum Klaas-Jan Huntelaar hjá Real Madrid. Þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi aðeins verið hjá spænska stórliðinu síðan í janúar er það reiðubúið að selja hann.

Eiður: Mikilvægt að Zlatan aðlagi sig fljótt

Eiður Smári Guðjohnsen ráðleggur Svíanum Zlatan Ibrahimovic að aðlaga sig leikstíl Barcelona eins fljótt og hann getur þegar félagaskipti hans frá inter í Mílanó eru frágengin. Þetta kemur fram í viðtali við Eið í Aftonbladet í dag.

Maradona til Portsmouth?

Portsmouth vill fá argentínsku goðsögnina Diego Maradona til starfa hjá félaginu. Nýr eigandi Portsmouth, Sulaiman Al Fahim, hefur áhuga á að fá Maradona til að verða nokkurskonar sendiherra félagsins á heimsvísu.

Theodór Elmar í Gautaborg

Theodór Elmar Bjarnason hefur yfirgefið herbúðir norska liðsins Lyn og samið við sænska liðið Gautaborg. Frá þessu er greint á heimasíðu Gautaborgar en samningur leikmannsins er til 2012.

Dauðaslys rætt í Rásmarkinu

Hið hörmulega dauðaslys í Bretlandi um síðustu helgi verður rætt í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Henry Surtees lést í slysinu, en Kristján Einar Kristjánsson ók með honum í Formúlu 3 í fyrra.

Auðun: Þurfum að eiga toppleik

„Við þurfum að eiga algjöran toppleik til að komast áfram," segir Auðun Helgason, fyrirliði Fram. Safamýrarliðið mætir Sigma Olomouc frá Tékklandi öðru sinni í kvöld í Evrópudeild UEFA. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Laugardalsvelli.

Sjá næstu 50 fréttir