Íslenski boltinn

Bjarni Jóhannsson: Vorum grimmari

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson Mynd/Vilhelm
Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar leiðist væntanlega ekki að leika gegn Þrótti. 6-0 sigur fyrr á leiktíðinni og 5-1 í kvöld gefur til kynna að Þróttur henti Stjörnunni vel.

"Þeir hafa ekki verið stór hindrun í sumar og við höfum skorað mikið á móti þeim. Við höfum verið í fínum gír á móti þeim," sagði hógvær Bjarni eftir stórsigurinn í kvöld.

"Fyrir lið eins og okkur er frábært að koma til baka. Tveir síðustu leikir hafa verið kaflaskiptir hjá okkur. Við sjáum það á þessu í dag að við erum að vinna fjögurra marka sigur eftir að hafa fengið sjö mörk á okkur í leikjunum tveimur á undan þannig að dýfurnar hjá þessu liði er ótrúlegar."

"Vindurinn setti leiðinlegan svip á fyrri hálfleikinn. Við héldum boltanum frekar illa og þetta var hálfgerður kraftabolti. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri hálfleik, við vorum miklu grimmari, miklu ákveðnari og slepptum aldrei haldinu á því."

"Seinni hálfleikur var formsatriði að mörgu leyti. Okkur tókst að verjast vel og stíga aðeins á boltann. Þannig náðum við flottum hraðaupphlaupum á þá. Við skoruðum tvö flott hraðaupphlaupsmörk á þá. Við erum að reyna að halda boltanum og spila betur og getum bætt okkur þar," sagði Bjarni sem gaf lítið fyrir að liðið þurfi að liggja aftar og beita hröðum upphlaupum af meiri krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×