Enski boltinn

Liverpool segist ekki vera að fara selja Alonso til Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xabi Alonson fær hér að heyra það frá leikmanni Portsmouth.
Xabi Alonson fær hér að heyra það frá leikmanni Portsmouth. Mynd/AFP

Liverpool hefur neitað þeim sögusögnum að félagið sé búið að samþykkja kauptilboð spænska liðsins Real Madrid á Xabi Alonso. Það ýtti undir sögusagnirnar að spænski miðjumaðurinn missti af æfingaleik liðsins á móti Tælandi í gær.

Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því að Xabi Alonso hefði ekki spilað til að forðast meiðsli sem gætu spillt fyrir félagsskiptunum en forráðamenn Liverpool segja að það hafi verið ökklameiðsli sem orsökuðu að hann missti af leiknum.

„Xabi er með okkur í Singapúr og hann mun æfa með restinni af liðinu. Hann meiddist fyrir Tælands-leikinn og þeir sem vilja geta sagt það sem þeir vilja um það. Það hefur ekkert samkomulag verið gert um sölu á Xabi Alonso til nokkurs liðs," sagði fulltrúi frá Liverpool.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×