Íslenski boltinn

Ásmundur: Líklega okkar besti leikur í sumar

Ásmundur Arnarson segir að leikur sinna manna í Fjölni gegn Val í kvöld hafi verið frábær.

"Þetta var líklega okkar besti leikur í sumar. Ég hef sjaldan séð liðið spila svona vel. Það voru allir að leggja sig fram og ég er mjög sáttur."

Fjölnir tapaði síðasta leik sínum en það var gegn KR. Í síðari hálfleik í þeim leik voru Fjölnismenn þó að spila ágætlega og Ásmundur er ánægður að menn hafi tekið það með inn í leikinn gegn Val í kvöld.

"Við komum kaldir til leiks, ákveðnir í að klára þetta og við gerðum það."

Ásmundur segist einnig afar ánægður með framlag Andra Steins Birgissonar í kvöld en hann er nýkominn til liðs við Fjölnismenn frá Noregi. Andri lék djúpur á miðjunni í kvöld og átti stórleik.

 

 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×