Íslenski boltinn

Umfjöllun: Keflvíkingar til alls líklegir eftir sigur á Fylki í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Ingi Guðnason og Valur Fannar Gíslason eigast hér við í fyrri leik liðanna.
Haukur Ingi Guðnason og Valur Fannar Gíslason eigast hér við í fyrri leik liðanna. Mynd/Valli

Keflvíkingar héldu áfram góðu gengi sínu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík með 1-0 sigri á Fylki í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Fyrirliðinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið eftir tæpan klukkutímaleik.

Fyrri hálfleik var jafn en heimamenn í Keflavík áttu þó hættulegri færi sem flest komu í kringum Guðmund Steinarsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik.

Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og voru mun ákveðnir en í fyrri hálfleik en það voru þó Keflvíkingar sem nýttu sér kapp gestanna og skoruðu fyrsta markið á 58. mínútu.

Símun Samuelsen spilaði þá Guðmund Steinarsson frían í teignum, Guðmundur tók sinn tíma að leggja boltann fyrir sér en missti hann síðan til Hólmars Arnar Rúnarssonar sem skoraði auðveldlega rétt fyrir utan markteiginn. Þetta reyndist vera eina mark leiksins.

Keflvíkingar héldu áfram að ógna Fylkismönnum en þrátt fyrir margar lofandi sóknir vantaði liðinu oft að klára síðustu sendingarnar upp við vítateig Fylkismanna.

Fylkismenn pressuðu mikið undir lok leiksins en náðu ekki að skapa sér alvöru færi þó oft hafi munað litlu að meira yrði úr sóknum þeirra. Keflavíkurvörnin með Alen Sutej í fararbroddi hélt út og heimamenn fögnuðu sigri.

Keflavík hefur nú unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum í sumar og náð í 19 af 21 stigi í boði. Fylkir þarf aftur á móti að bíða enn lengur eftir fyrsta deildarsigri sínum í Keflavík.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fylkir

Tölfræðin:

Keflavík-Fylkir 1-0

1-0 Hólmar Örn Rúnarsson (58.)

Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: Ekki uppgefið

Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson (5)

Skot (á mark): 14-11 (5-6)

Varin skot: Lasse 6 - Fjalar 2.

Horn: 7-6

Aukaspyrnur fengnar: 16-9

Rangstöður: 6-2

Keflavík (4-4-2):

Lasse Jörgensen 7

Guðjón Árni Antoníusson 6

Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6

Alen Sutej 7 - Maður leiksins -

Brynjar Guðmundsson 6

Magnús Sverrir Þorsteinsson 4

Jón Gunnar Eysteinsson 5

Hólmar Örn Rúnarsson 7

(86., Einar Orri Einarsson -)

Símun Eiler Samuelsen 6

Haukur Ingi Guðnason 6

(69., Jóhann Birnir Guðmundsson 6)

Guðmundur Steinarsson 7

Fylkir (4-3-3):

Fjalar Þorgeirsson 6

Andrés Már Jóhannesson 6

Kristján Valdimarsson 5

Ólafur Stígsson 6

Þórir Hannesson 5

(46., Kjartan Andri Baldvinsson 6)

Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6

Valur Fannar Gíslason 6

Halldór Arnar Hilmisson 4

(69., Theódór Óskarsson 5)

Kjartan Ágúst Breiðdal 5

Albert Brynjar Ingason 3

(72., Pape Mamadou Faye -)

Ingimundur Níels Óskarsson 5


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×