Íslenski boltinn

Gunnar Oddsson: Henta okkur illa

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gunnar Oddsson
Gunnar Oddsson
Gunnar Oddsson þjálfari Þróttar var að vonum sár og svekktur eftir aðra flengingu tímabilsins gegn Stjörnunni.

"Við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin hjá þeim og svo gefum við þeim mörk í þessum leik. Það var leikurinn í hnotskurn," sagði Gunnar.

Stjarnan vann fyrri leik liðanna, 6-0, og var hugur í Þrótturum að bæta fyrir það, fyrir leik í það minnsta. "Við ætluðum að koma og borga fyrir okkur og fengum annan rassskell. Það er mér efst í huga eftir leikinn."

"Ég held að það sé hreint og klárt að þetta lið hentar okkur illa. Við töpum annars vegar fyrir þeim 6-0 og hins vegar 5-1. Það hlýtur að henta okkur illa að spila á móti þeim."

"Mér fannst við ekki brotna sérstaklega við fyrsta markið en við leggjum annað markið upp í hendurnar á þeim með slakri hreinsun. Síðan lendum við í því að fá þriðja markið í andlitið. Við vorum ágætlega frískir í byrjun seinni hálfleiks og vorum líklegri en því miður tókst það ekki," sagði súr Gunnar að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×