Fleiri fréttir

Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu

Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu.

Sandra Sif: Sá að markvörðurinn var ekki tilbúinn

„Þetta var frábært því við þurftum á þremur stigum að halda," sagði hetja Blika, Sandra Sif Magnúsdóttir, sem skoraði sigurmark Breiðabliks í uppbótartíma eftir baráttuleik á móti Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Gerrard ber við sjálfsvörn í kærumálinu

Fyrirliðinn Steven Gerrard hjá Liverpool gat ekki ferðast með félagi sínu í æfingarferðina til Asíu vegna þess að hann þarf að koma fyrir rétti á Englandi vegna kærumáls fyrir slagsmál á skemmtistað í lok síðasta árs.

Eiður Smári enn óviss með framtíð sína hjá Barca

Landsliðsframherjinn Eiður Smári Guðjohnsen viðurkennir í samtali við Sky Sports fréttastofuna að hann sé óviss um framtíð sína hjá Barcelona og segir að aðeins tíminn leiði í ljós hvað muni gerast í hans málum.

Sandra Sif tryggði Blikum annað sætið með marki í uppbótartíma

Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum.

280 leikir á fjórum dögum á ReyCup - setning í kvöld

Alþjólega knattspyrnuhátíðin ReyCup verður sett klukkan 21.00 í kvöld við gervigrasvöllinn í Laugardal en þetta er stærsta og umfangsmesta knattspyrnumót sem haldið á landinu 2009. Sjálfboðaliðar á mótinu á vegum Þróttar eru um 250 manns.

Kyle og Kyle keyptir til Tottenham

Tottenham var að kaupa tvo unga varnarleikmenn frá Sheffield United og þeir heita báðir Kyle. Kyle Naughton er tvítugur og Kyle Walker er einu ári yngri.

Liverpool gerði jafntefli við Tæland

Liverpool lék æfingaleik gegn landsliði Tælands í dag. Ryan Babel kom Liverpool yfir snemma leiks og héldu þá eflaust margir að þetta yrði öruggur sigur. Annað kom á daginn og endaði leikurinn með jafntefli 1-1.

Dönsku landsliðsmennirnir vilja rétta fram sáttarhönd

Dönsku landsliðsmennirnir í handbolta hafa stigið fyrsta skrefið í átt að lausn launadeilu sinnar við danska handboltasambandið. Þeir segist vilja koma til móts við sambandið ef að forráðamenn þessu séu tilbúnir að hitta þá á miðri leið.

Drogba ætlar að framlengja við Chelsea til 2012

Didier Drogba er ekkert á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Drogba er að fara skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska liðið að sögn stjórans Carlo Ancelotti.

Bryant bjartsýnn á að Odom semji við Lakers

Kobe Bryant vonast til þess að Lamar Odom verði áfram hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers en samningamálin fóru upp í loft á dögunum. Odom hefur verið orðaður við Miami upp á síðkastið.

Brunabjallan í lið með sænska liðinu Kalmar

Sænska liðið Kalmar er ekkert í alltof góðum málum í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrir seinni leik sinn á móti ungverska liðinu Debrecen seinna í dag. Debrecen vann fyrri leikinn 2-0 í Ungverjalandi og eru því í góðri stöðu en það er þó hætt við því að leikmenn liðsins mæti þreytulegir til leiks í dag.

Aðeins fimmtán leikhæfir leikmenn hjá FH í dag

FH-ingar mæta á eftir Aktobe í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. FH-liðið hefur kynnst miklu mótlæti í aðdraganda leiksins því það er ekki nóg með að hafa tapað fyrri leiknum 0-4 á heimavelli þá var liðið án fimm leikmanna í þetta langa ferðalag.

Frábær sigur á feikisterku liði Frakka

19 ára landslið karla hefur byrjað afar vel á HM í Túnis en liðið hefur unnið tvo góða sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland vann 29-24 sigur á Frökkum í gær en hafði unnið Puertó Ríkó með tólf marka mun kvöldið áður.

Sbragia yfirnjósnari Sunderland

Ricky Sbragia hefur verið ráðinn nýr yfirnjósnari Sunderland. Sbragia tók við liðinu eftir að Roy Keane var rekinn á síðasta tímabili og náði að stýra því frá falli. Hann sagði síðan upp eftir tímabilið og sagði að félagið þyrfti á stærra nafni að halda til að ná lengra.

Guðmundur löglegur með Keflavík á morgun

Besti leikmaður úrvalsdeildar karla í fótbolta á síðustu leiktíð, Guðmundur Steinarsson, fær leikheimild með Keflavík í Pepsí deildinni í dag. Þetta staðfesti Guðmundur við fréttastofu í morgun.

Crouch gæti farið til Tottenham

Lundúnaliðin Tottenham og Fulham hafa áhuga á sóknarmanninum Peter Crouch hjá Portsmouth. Crouch virtist vera á leið til Sunderland þegar snuðra hjóp á þráðinn.

Mikilvægt tímabil framundan hjá Foster

„Ég hef sagt það áður og segi það enn, hann verður markvörður Englands," segir Sir Alex Ferguson um Ben Foster, markvörð sinn hjá Manchester United.

Nýr heimavöllur Þórs vígður með stórleik í kvöld

Það verður hart barist á íþróttasvæði Þórs á Akureyri í kvöld þegar KA kemur í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik Þórs á nýjum og glæsilegum heimavelli sem var notaður fyrir landsmótið á dögunum.

Brawn bjartsýnn á gott gengi

Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins segir að bíll liðsins hafi verið endurbættur frá síðsta móti og liðið ætli sér stóra hluti í Ungverjalandi um næstu helgi. Brawn liðið er með forystu í stigakeppni ökumanna og bílasmiða.

FH ætlar að leiðrétta slysið

Íslandsmeistarar FH leika síðari leik sinn gegn Aktobe í Kasakstan í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Vonir Hafnarfjarðarliðsins um að komast áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eru litlar sem engar eftir 0-4 tap í Kaplakrika í síðustu viku.

Sven-Göran: Einstakt tækifæri

Svíinn Sven-Göran Eriksson er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska 3. deildarliðinu Notts County. Eriksson er fyrrum þjálfari enska landsliðsins.

Landsleikur gegn Suður-Afríku í október

Frágengið er að íslenska landsliðið muni leika vináttulandsleik við Suður-Afríku á Laugardalsvelli þann 13. október. Frá þessu er greint á vefsíðu KSÍ.

Mourinho þurfti að játa sig sigraðan gegn Chelsea

Didier Drogba og Frank Lampard skoruðu mörk Chelsea sem vann 2-0 sigur á Inter í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Inter hefur ekki náð sigri í neinum af þremur leikjum sínum í ferðinni.

Pressan ekki Ferrari stjóranum ofviða

Stefano Domenicali er ekki að kikna undan álaginu þó Ferrari hafi ekki gengið sem skyldi á þessu keppnistímabili og Red Bull og Brawn berjist um titilinn.

Stabæk komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar

KF Tirana frá Albaníu var engin fyrirstaða fyrir Noregsmeistara Stabæk í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stabæk vann 4-0 og samanlagt 5-1 og er því komið í þriðju umferðina.

Hleb óviss með framtíð sína hjá Barcelona

Hvítrússinn Alexander Hleb hjá Barcelona var á dögunum sterklega orðaður við Ítalíumeistara Inter ýmist á láni eða sem hluti af félagsskiptum annað hvort Maxwell eða Zlatan Ibrahimovic til Barcelona.

Köln vill Elano lánaðan

Þýska liðið Köln ætlar að leggja fram lánstilboð í brasilíska landsliðsmanninn Elano hjá Manchester City. Elano átti ekki fast sæti í liði City á síðustu leiktíð og má reikna með því að hann muni eiga erfitt uppdráttar á komandi tímabili miðað við kaupæði félagsins.

Inter í viðræðum við umboðsmann Eto'o

Forráðamenn Inter vonast til þess að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o verði orðinn þeirra í lok vikunnar. Viðræður milli Inter og umboðsmanns leikmannsins fóru af stað í gær og standa enn yfir.

Paul Hart stýrir Portsmouth

Staðfest hefur verið að Paul Hart mun stýra Portsmouth áfram. Hann hefur skrifað undir samning til tveggja ára. Hart tók við stjórnartaumunum á Fratton Park þegar Tony Adams var rekinn í febrúar síðastliðnum.

Óvíst hvort Ballack verði með í byrjun móts

Óvíst er hvort þýski miðjumaðurinn Michael Ballack geti verið með Chelsea í byrjun tímabils. Chelsea er í æfingaferð í Bandaríkjunum en Ballack meiddist á æfingu þar og getur ekki tekið meira þátt í leikjum ferðarinnar.

Nasri frá næstu mánuði

Samir Nasri, leikmaður Arsenal, gæti verið frá næstu þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu. Leikmannahópur Arsenal er í æfingabúðum í Austurríki.

Crouch hafnaði Sunderland

Sóknarmaðurinn Peter Crouch er ekki á leið til Sunderland en hann var ekki tilbúinn að yfirgefa suðurströnd Englands. Sunderland hafði komist að samkomulagi við Portsmouth um kaupverðið á Crouch.

Sven-Göran til Notts County?

Samkvæmt BBC er hinn sænski Sven-Göran Eriksson í viðræðum við Notts County um að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Notts County er í ensku 3. deildinni og er elsta knattspyrnufélag heims.

Sjá næstu 50 fréttir