Íslenski boltinn

Tekst það loksins hjá Fylki í tólftu tilraun?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Ágúst Breiðdal og aðrir Fylkismenn geta unnið sögulegan sigur í Keflavík í kvöld.
Kjartan Ágúst Breiðdal og aðrir Fylkismenn geta unnið sögulegan sigur í Keflavík í kvöld. Mynd/Anton

Fylkir heimsækir Keflavík í 13. umferð Pepsi-deild karla í kvöld. Árbæjarliðið á enn eftir að vinna leik í efstu deild í Keflavík en liðin mætast þarna í tólfta sinn.

Keflavík hefur unnið heimaleik sinn á móti Fylki undanfarin tvö sumur og alls fagnað sigri í sjö af ellefu leikjum liðanna í efstu deild. Hinir fjórir innbyrðisleikir liðanna í Keflavík hafa endað með jafntefli.

Keflavíkurliðið er líka taplaust í sex heimaleikjum sínum í sumar og hefur náð þar í 16 af 18 mögulegum stigum í boði. Eini heimaleikurinn sem Keflavík hefur ekki náð að vinna var 1-1 jafntefli á móti Stjörnunni þar sem gestirnir úr Garðabæ jöfnuðu leikinn í uppbótartíma.

Leikir Keflavíkur og Fylkis í Keflavík í efstu deild:

2008 Keflavík-Fylkir 2-1

2007 Keflavík-Fylkir 1-0

2006 Keflavík-Fylkir 1-1

2005 Keflavík-Fylkir 2-2

2004 Keflavík-Fylkir 4-2

2002 Keflavík-Fylkir 3-1

2001 Keflavík-Fylkir 2-1

2000 Keflavík-Fylkir 1-1

1996 Keflavík-Fylkir 0-0

1993 Keflavík-Fylkir 2-1

1989 Keflavík-Fylkir 1-0


Tengdar fréttir

Guðmundur: Óli Þórðar hefur barið liðsanda í Fylki

„Það er mikill léttir að allt þetta sé að baki og maður geti farið að einbeita sér alfarið að Keflavík," segir Guðmundur Steinarsson sem hefur loksins fengið leikheimild með Keflvíkingum og spilar í kvöld gegn Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×