Íslenski boltinn

Atli: Hefðum getað spilað fram á morgun án þess að skora

Atli Eðvaldsson, þjálfari Valsmanna, var að vonum afar ósáttur við leik sinna mann gegn Fjölni í kvöld.

"Þetta var alls ekki nógu gott hjá okkur. Við byrjuðum ágætlega en svo fjaraði undan þessu hjá okkur. Spilið hjá okkur var alltof hægt. Við vorum meira með boltann en ógnuðum ekkert, skutum ekki neitt á markið. Svona er ekki hægt. Við hefðum getað spilað fram á morgun án þess að skora."

Haraldur Björnsson, ungur markvörður Valsmanna, varði frábærlega víti Gunnars Más Guðmundssonar í seinni hálfleik. En hann hefði getað gert betur í fyrsta markinu.

Atli vill þó ekki gagnrýna hans frammistöðu.

"Þetta er ungur strákur sem er enn að læra. Hvort hann hafi átt að verja í fyrsta markinu eða ekki, ég veit það ekki. Ég þarf að sjá það betur í sjónvarpinu."

 

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×