Íslenski boltinn

Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni.

Sigmar Ingi Sigurðarson stóð þá milli stangana en hann átti mjög slæman leik gegn Þrótturum og annað mark leiksins skrifast til dæmis algjörlega á hann.

Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks, sagði við Vísi að þeir Guðmundur Kristjánsson og Guðmann Þórisson séu einnig orðnir heilir og því hafi Ólafur Kristjánsson úr nánast fullum hópi að velja fyrir leikinn.

Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 19:15 í kvöld en þrír aðrir leikir verða í Pepsi-deildinni í kvöld. Á sama tíma mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×