Íslenski boltinn

Bjarki og Andri Steinn löglegir fyrir kvöldið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar og Bjarki sameinaðir á ný.
Arnar og Bjarki sameinaðir á ný.

Valur heimsækir Fjölni í Pepsi-deild karla í kvöld. Bjarki Gunnlaugsson er kominn með leikheimild með Valsmönnum en hann gekkst undir læknisskoðun í byrjun vikunnar.

Arnar, bróðir Bjarka, lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum á mánudagskvöld þegar liðið tapaði fyrir Fylki 0-1.

Þá má geta þess að Andri Steinn Birgisson er kominn með félagaskipti í Fjölni frá norska liðinu Asker. Ekki var búið að ganga frá málum þegar Fjölnir beið lægri hlut fyrir KR á sunnudagskvöldið síðasta.

Leikur Fjölnis og Vals hefst klukkan 19:15 í Grafarvogi. Á sama tíma leika Breiðablik og ÍBV á Kópavogsvelli og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport.

Fylgst verður grannt með öllum leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×