Íslenski boltinn

Leik Larissa og KR útvarpað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Flautað verður til leiks í Grikklandi klukkan 17.
Flautað verður til leiks í Grikklandi klukkan 17.

KR-ingar eiga stórt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir leika gegn Larissa í Grikklandi í Evrópudeild UEFA. KR er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í heimaleiknum í síðustu viku.

Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og verður hann í beinni lýsingu á útvarpi KR, FM 98,3. Þá geta harðir KR-ingar mætt á Rauða ljónið þar sem leikurinn verður sýndur.

Hægt er að hlusta á KR-útvarpið á netinu á vefslóðinni www.netheimur.is

„Ég hugsa að það leikmenn Larissa hafi verið með ákveðið vanmat í þessum fyrri leik og við gengum á lagið. Við þurfum núna að mæta í sama gír í seinni leikinn og klára dæmið. Við megum alls ekki fara út bara til að verjast heldur verðum við sækja á þá líka," sagði Björgólfur Takefusa eftir fyrri leikinn á KR-vellinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×