Enski boltinn

Tottenham vill Huntelaar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Tottenham hefur staðfest áhuga sinn á hollenska sóknarmanninum Klaas-Jan Huntelaar hjá Real Madrid. Þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi aðeins verið hjá spænska stórliðinu síðan í janúar er það reiðubúið að selja hann.

Um tíma leit út fyrir að Huntelaar væri á leið til þýska liðsins Stuttgart en það virðist vera dottið uppfyrir. Sögur eru í gangi um að Arsenal muni veita Tottenham samkeppni um leikmanninn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×