Íslenski boltinn

Umföllun: Tvö víti fóru forgörðum í frábærum Fjölnissigri

Andri Ólafsson skrifar
Valsmaðurinn Helgi Sigurðsson í leik á móti Grindavík.
Valsmaðurinn Helgi Sigurðsson í leik á móti Grindavík. Mynd/Vilhelm

Fjölnir vann öruggan 2-0 sigur á Valsmönnum í Grafarvogi í kvöld. Fjölnismenn léku líka einn af sínum bestu leikjum í sumar og voru afar öryggir í varnarleik sínum auk þess sem þeir áttu stórhættulegar skyndisóknir.

Valsmenn byrjuðu þó leikinn betur og sóttu meira framan af. Sérstaklega náðu Ian Jeffs og Ólafur Páll Snorrason góðum rispum en því miður fyrir Valsmenn skilaði það litlu.

Fjölnismenn unnu sig smátt og smátt inn í leikinn og uppskáru mark á 19. mínútu þegar besti maður leiksins, Tómas Leifsson, stakk boltanum inn á Illuga Þór Gunnarsson sem sendi boltann framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Valsmanna, úr þröngu færi.

Fjölnismenn komust líka yfir í síðasta leik sínum á móti KR en náðu ekki að fylgja því eftir og töpuðu leiknum. Þeir virtust staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig og efldust við markið.

Það skilaði öðru marki, tuttugu mínútum síðar. Það var einstaklega laglegt. Varnarmenn Fjölnis leystu pressu sem Valsmenn settu á þá og spiluðu boltanum yfirvegað á milli sín. Boltinn barst manna á milli upp völlinn og Gunnar Már Guðmundsson rak smiðshöggið á fallega uppbyggða sókn með nákvæmu skoti í fjærhornið af 18 metra færi.

Staðan því 2-0 í hálfleik.

Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og voru meira með boltann. Þeir fengu fljótlega víti eftir að Pétur Markan fékk sendingu inn fyrir vörn Fjölnismanna. Hrafn Davíðsson, markvörður Fjölnis, reyndi að ná til boltans en Pétur varð fyrri til. Hann lét sig hins vegar detta eftir litla snertingu við Hrafn við lítin fögnuð fyrrum liðsfélaga sinna hjá Fjölni. Ódýrt víti en líklega réttur dómur. Hrafn bætti hins vegar upp fyrir mistökin með því að verja slakt víti Helga Sigurðssonar.

Góður dómari leikssins Einar Örn Daníelsson dæmdi annað víti skömmu síðar.

Andri Valur Ívarsson, framherji Fjölnis, lék þá á Bjarna Ólaf við endalínuna og gaf fyrir. Atli Sveinn freistaði þess að hreinsa frá en fékk boltann í hendina.

Gunnar Már tók vítið en Haraldur varði sitt annað víti í röð. Jónas Grani fékk frákastið og gat gulltryggt leikinn fyrir Fjölni en Haraldur lokaði markinu og varði glæsilega.

Valsmenn misstu nokkuð móðinn við þetta. Þeir voru mikið með boltann en sköpuðu fá færi. Sóknir þeirra voru hægar og fyrirsjáanlegar. Fjölnismenn voru hins vegar hættulegir í skyndisóknum og sköpuðu nokkur færi til að bæta við mörkum.

Þau komu hins vegar ekki og lokatölur því 2-0 og sanngjarn sigur Fjölnis í húsi. Valsmenn eru nú búnir að tapa tveimur leikjum í röð eftir að unnið KR í fyrsta leiknum undir stjórn Atla Eðvaldssonar.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með með beina lýsingu frá leiknum Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Valur

Fjölnir -Valur 2-0

1-0 Illugi Gunnarsson (19)

2-0 Gunnar Már Guðmundsson (39)

Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 1120

Dómari: Einar Örn Daníelsson (7)

Skot (á mark): 10-10 (3-3)

Varin skot: 2 -1

Horn: 4-4

Aukaspyrnur fengnar: 8-6

Rangstöður: 5-2

Gul spjöld:

Atli Steinn (70) Sigurbjörn (74)

Hrafn (65) Andri Steinn (67)

Fjölnir (3-5-2):

Hrafn Davíðsson 7

Ásgeir Aron Ásgeirsson 6

Ólafur Páll Johnson 6

Gunnar Valur Gunnarsson 6

Illugi Þór Gunnarsson 7

Gunnar Már Guðmundsson 7

Tómas Leifsson 8

Andri Steinn Birgisson 8

(´88 Ágúst Þór Ágústsson)

Magnús Ingi Einarsson 6

Andri Valdur Ívarsson 7

(´82 Ragnar Heimir Gunnarsson)

Jónas Grani Garðarsson 6

(´78 Olgeir Óskarsson)

Valur (4-2-3-1):

Haraldur Björnsson 5

Ian Jeffs 5

Atli Sveinn Þórarinsson 4

Reynir Leósson 4

Bjarni Ólafur Eiríksson 5

Baldur Bett 4

(´80 Guðmundur Steinn Hafsteinsson)

Sigurbjörn Hreiðarsson 4

Pétur Markan 4

(´72 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4)

Arnar Gunnlaugsson 5

Ólafur Páll Snorrason 4

(´58 Viktor Unnar Illugason 6 )

Helgi Sigurðsson 5

 


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×