Enski boltinn

Ferguson með fullar hendur fjár

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.

Sir Alex Ferguson er með um 60 milljónir punda sem hann getur varið í leikmannakaup fyrir tímabilið sem senn hefst. United fékk 80 milljónir punda fyrir söluna á Cristiano Ronaldo.

United hefur verið rólegt á leikmannamarkaðnum en fengið Michael Owen á frjálsri sölu og Antonio Valencia, midfielder Gabriel Obertan og Mame Biram Diouf á lítinn pening.

„Knattspyrnustjórinn hefur enn ekki fundið rétta leikmanninn sem passar í félagið," sagði talsmaður Glazer fjölskyldunnar, eiganda Manchester United. Hann neitar þeim sögusögnum að stærstur hluti þeirra peninga sem félagið fékk fyrir Ronaldo verði notaður til að borga upp skuldir.

Þrátt fyrir alla þessa peninga sem Ferguson fær til leikmannakaupa þá hefur hann lýst því yfir að hann sé sáttur með núverandi hóp og reiknar ekki með að bæta við leikmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×