Enski boltinn

Skrtel sendur aftur til Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin Skrtel þykir harður í horn að taka.
Martin Skrtel þykir harður í horn að taka.

Varnarmaðurinn Martin Skrtel hjá Liverpool fór meiddur af velli í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tæland í æfingaleik í Bangkok. Skrtel meiddist á læri og er á leið aftur til Englands í nánari skoðun.

Fyrsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er 15. ágúst og er óvíst hvort Skrtel verði tilbúinn fyrir þann tíma.

Skrtel þarf þó ekki að ferðast einn frá Asíu en sóknarmaðurinn Nabil El Zhar fór einnig meiddur af velli í gær og verður skoðaður. El Zhar spilaði ekki mikið með Liverpool á síðustu leiktíð en hann meiddist á hné í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×