Arnar Grétars: Ætlum okkur klárlega þrjú stig Elvar Geir Magnússon skrifar 23. júlí 2009 12:36 Arnar Grétarsson, miðjumaður Breiðabliks og aðstoðarþjálfari liðsins. Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli. „Það er aldrei gott að tapa og sérstaklega ekki 4-0. Þessi leikur gegn Þrótti var samt furðulegur. Ég vil meina að við höfum verið að spila vel fram að þriðja markinu. En við gerðum skelfileg mistök, menn þurfa að dekka í hornum og svo gefum við þeim annað markið. Þar að auki vorum við ekki að nýta okkar færi," segir Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Í sumar höfum við oft verið að spila vel en erum ekki að nýta okkar færi. Svo gefum við ódýr mörk, mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þessi leikur í kvöld er rosalega mikilvægur til að koma okkur frá botninum og við ætlum okkur klárlega þrjú stig. Við höfum ekki verið í þessum botnpakka hingað til en ef við töpum í kvöld sogumst við meira inn í hann." „Við eigum svo FH næsta sunnudag og mjög mikilvægan bikarleik fyrir Verslunarmannahelgi. Þar eigum við möguleika á að bjarga einhverju út úr sumrinu. Það er samt ljóst í þessari deild að ef maður nær góðu skriði þá er þetta rosalega fljótt að breytast. Ef menn taka nokkra sigra í röð þá er staðan allt í einu orðin allt önnur," segir Arnar. Breiðablik hefur fengið einn leikmann í félagaskiptaglugganum, Guðmund Pétursson á láni frá KR. Guðmundur kom inn sem varamaður gegn Þrótti. „Guðmundur hefur komið mér skemmtilega á óvart og hann kemur með aukna samkeppni fram á við. Ég hafði bara séð hann þegar hann var að koma inn sem varamaður hjá KR. Hann virkar líkamlega sterkur og hefur meira en það, hann er fínn á boltann og alhliða góður leikmaður. Mér finnst hann veruleg búbót," segir Arnar. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 19:15 í kvöld en þrír aðrir leikir verða í Pepsi-deildinni í kvöld. Á sama tíma mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli. „Það er aldrei gott að tapa og sérstaklega ekki 4-0. Þessi leikur gegn Þrótti var samt furðulegur. Ég vil meina að við höfum verið að spila vel fram að þriðja markinu. En við gerðum skelfileg mistök, menn þurfa að dekka í hornum og svo gefum við þeim annað markið. Þar að auki vorum við ekki að nýta okkar færi," segir Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Í sumar höfum við oft verið að spila vel en erum ekki að nýta okkar færi. Svo gefum við ódýr mörk, mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þessi leikur í kvöld er rosalega mikilvægur til að koma okkur frá botninum og við ætlum okkur klárlega þrjú stig. Við höfum ekki verið í þessum botnpakka hingað til en ef við töpum í kvöld sogumst við meira inn í hann." „Við eigum svo FH næsta sunnudag og mjög mikilvægan bikarleik fyrir Verslunarmannahelgi. Þar eigum við möguleika á að bjarga einhverju út úr sumrinu. Það er samt ljóst í þessari deild að ef maður nær góðu skriði þá er þetta rosalega fljótt að breytast. Ef menn taka nokkra sigra í röð þá er staðan allt í einu orðin allt önnur," segir Arnar. Breiðablik hefur fengið einn leikmann í félagaskiptaglugganum, Guðmund Pétursson á láni frá KR. Guðmundur kom inn sem varamaður gegn Þrótti. „Guðmundur hefur komið mér skemmtilega á óvart og hann kemur með aukna samkeppni fram á við. Ég hafði bara séð hann þegar hann var að koma inn sem varamaður hjá KR. Hann virkar líkamlega sterkur og hefur meira en það, hann er fínn á boltann og alhliða góður leikmaður. Mér finnst hann veruleg búbót," segir Arnar. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 19:15 í kvöld en þrír aðrir leikir verða í Pepsi-deildinni í kvöld. Á sama tíma mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41