Íslenski boltinn

Alen Sutej: Mjög mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alen Sutej er sterkur miðvörður.
Alen Sutej er sterkur miðvörður. Mynd/Valli

Alen Sutej átti fína leik í miðri Keflavíkurvörninni sem hélt hreinu í fyrsta sinn í langan tíma í 1-0 sigri á Fylki í Keflavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Alen var líka sáttur í leikslok.

„Þetta var erfiður leikur því þeir voru mjög grimmir. Fylkismenn spiluðu vel en við vorum aðeins betri og áttum sigurinn skilinn," sagði Alen.

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu því í síðustu leikjum höfum við verið að fá mikið af mörkum á okkur úr föstum leikatriðum. Við náðum loksins að loka fyrir það í dag," sagði Alen eftir leik.

„Við náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu og halda oftar hreinu í næstu leikjum," sagði þessi öflugi Slóveni sem líkar lífið vel í Keflavík.

„Það er mjög gott að spila með Keflavík og ég er mjög ánægður hér. Liðsandinn er frábær og það skiptir miklu máli fyrir okkar frammistöðu," sagði Slóveninn snjalli að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×