Íslenski boltinn

Umfjöllun: Stjarnan rúllaði aftur yfir Þrótt

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar.
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Arnþór

Stjarnan bætti fyrir tvo ósigra í röð með því að valta yfir Þrótt, 5-1, í Garðabæ í kvöld. Stjarnan skoraði þar með 11 mörk í leikjunum tveimur gegn Þrótti því fyrri leik liðanna lauk 6-0.

Stjarnan skoraði úr fyrsta færi leiksins á 14. mínútu og hafði eftir það öll völd á vellinum en Þróttarar höfðu virkað frískir fram að fyrsta markinu, fullir sjálfstraust eftir stórsigur á Breiðabliki í síðustu umferð.

Stjarnan nýtti góðan meðvind í fyrri hálfleik vel og skoraði þrjú mörk eftir föst leikatriði en sköpuðu sér ekki mörg færi þess fyrir utan. Þróttarar réðu illa við boltann í fyrri hálfleik og ógnuðu sjaldan marki.

Gestirnir í Laugardalnum mættu mjög frískir til leiks í síðari hálfleik og gerðu ágæta atlögur að marki Stjörnunnar án þess þó að skapa sér afgerandi dauðafæri fyrr en Stjarnan hafði skorað sitt fjórða mark.

Það hentaði Stjörnunni ágætlega að Þróttur sótti meira í seinni hálfleik því í Stjörnunni eru margir flinkir knattspyrnumenn sem kunna vel að sækja hratt á fáum mönnum. Stjarnan fékk hættulegri færi en Þróttarar minnkuðu engu að síður muninn eftir hornspyrnu og ógnuðu úr föstum leikatriðum í kjölfarið.

Það var þó Stjarnan sem rak smiðshöggið á góðan sigur með fimmta markinu rétt áður en lokaflautið gall.

Stjarnan lyfti sér þar með í þriðja sæti deildarinnar en Þróttur situr á botninum eftir úrslit kvöldsins.

Stjarnan-Þróttur 5-1

1-0 Ellert Hreinsson ´14

2-0 Hafsteinn Rúnar Helgason ´29

3-0 Tryggvi Bjarnason ´36

4-0 Ellert Hreinsson ´72

4-1 Haukur Páll Sigurðsson ´78

5-1 Halldór Orri Björnsson ´92

Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 770

Dómari: Þóroddur Hjaltalín 6

Skot (á mark): 11-13 (9-6)

Varið: Bjarni 5 - Sindri 4

Aukaspyrnur: 12-14

Horn: 4-6

Rangstöður: 0-0

Stjarnan 4-5-1:

Bjarni Þórður Halldórsson 7

Guðni Rúnar Helgason 8

Tryggvi Sveinn Bjarnason 7

Daníel Laxdal 7

Hafsteinn Rúnar Helgason 8

Jóhann Laxdal 6

(90. Sindri Már Sigurþórsson-)

*Halldór Orri Björnsson 8

Björn Pálsson 6

Birgir Hrafn Birgisson 6

(51. Andri Sigurjónsson 5)

Arnar Már Björgvinsson 7

(77. Magnús Björgvinsson -)

Ellert Hreinsson 6

Þróttur 4-5-1:

Sindri Snær Jensson 5

Jón Ragnar Jónsson 6

Dusan Ivkovic 4

Dennis Danry 4

Kristján Ómar Björnsson 3

Hallur Hallsson 3

Magnús Már Lúðvíksson 5

(29. Andrés Vilhjálmsson 4)

Rafn Andri Haraldsson 6

Haukur Páll Sigurðsson 5

Samuel Malson 4

(73. Oddur Björnsson -)

Morten Smidt 6






Fleiri fréttir

Sjá meira


×