Fleiri fréttir

Taylor er lítt hrifinn af Kaka-ævintýrinu

Gordon Taylor, yfirmaður samtaka atvinnuknattspyrnumanna á Englandi, setur spurningamerki við fyrirhuguð kaup Manchester City á miðjumanninum Kaka frá AC Milan.

Leikir helgarinnar á Englandi

Manchester United getur komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið sækir Bolton heim, en liðið verður þá án framherjans Wayne Rooney sem er meiddur á læri.

Sá flugslysið út um stofugluggann

Vince Carter, leikmaður New Jersey Nets í NBA deildinni, trúði ekki eigin augum þegar hann leit út um gluggann hjá sér í gærkvöldi og varð vitni að því þegar Airbus þota US Airways nauðlenti á Hudson-fljótinu í New York.

Mikil ásókn í leikmenn West Ham

Leikmenn Íslendingaliðsins West Ham United eru eftirsóttir þessa dagana en félagið hefur ekki við að hafna tilboðum í nokkra þeirra.

Bjarni samdi við FH

Bjarni Fritzson hefur gengið frá samningi við FH eftir að hafa fengið sig lausan frá franska félaginu St. Raphael. Bjarni hefur samið við FH-inga út leiktíðina, en stefnir á að komast aftur út í atvinnumennsku á næsta tímabili.

Brand gæti snúið aftur með Sixers í nótt

Ekki er loku fyrir það skotið að framherjinn Elton Brand spili í nótt sinn fyrsta leik með Philadelphia 76ers síðan 17. desember þegar liðið tekur á móti San Antonio Spurs í NBA deildinni.

Tottenham hefur augastað á Crespo

Tottenham hefur látið af áhuga sínum á brasilíska framherjanum Adriano hjá Inter Milan en hefur þess í stað beint sjónum sínum að Argentínumanninum Hernan Crespo.

Ron Dennis hættir hjá McLaren

Ron Dennis ætlar að hætta sem yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og kemur það í hlut hægri handar hans Martin Whitmarsh að taka við stjórntaumunum.

Makukula til Bolton

Framherjinn Ariza Makukula hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton út leiktíðina en áður hafði hann hafnað að fara til West Brom.

Bjarni á leið til Íslands

Bjarni Fritzson er á leið til Íslands þar sem hann hefur fengið sig lausan undan samningi sínum við franska úrvalsdeildarfélagið St. Raphael.

Ronaldinho í þriggja leikja bann

Ronaldinho, leikmaður AC Milan, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann í ítölsku bikarkeppninni fyrir óíþróttamannslega framkomu.

Ancelotti: Kaka gæti farið

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, hefur í fyrsta sinn viðurkennt að sá möguleiki sé fyrir hendi að Kaka sé á leið frá félaginu.

Hicks á von á að Benitez verði áfram

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, á ekki von á öðru en að Rafael Benitez verði áfram knattspyrnustjóri liðsins þó svo að hann hafi hafnað samningstilboði félagsins.

Haraldur Freyr til Kýpur

Haraldur Freyr Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við Apollon FC frá Kýpur um að leika með liðinu næsta eina og hálfa árið.

KSÍ eykur stuðning við aðildarfélög

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt að auka stuðning við þau aðildarfélög sambandsins sem keppa í meistaraflokki. Aðgerðirnar nema samtals 100 milljónum króna.

Alltaf planið að kaupa Kaka

Haft er eftir Robinho, leikmanni Manchester City, í enskum fjölmiðlum í dag að það hafi alltaf verið áætlun eigenda félagsins að kaupa Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

Palacios á leið til Tottenham

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, segir að félagið hafi í helstu aðalatriðum samþykkt að selja miðvallarleikmanninn Wilson Palacios til Tottenham.

Chicago Fire valdi Jökul

Nýliðaval fyrir næsta tímabil í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu fór fram í gær og var Jökull Elísabetarson valinn af Chicago Fire.

Viðræðum hætt við Coventry og AZ

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir að félagið hafi hætt viðræðum við Coventry og AZ Alkmaar um mögulega sölu á Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Agger sagður hafa samið við AC Milan

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Daniel Agger, leikmaður Liverpool, sé á leið til ítalska úrvalsdeildarfélagsins AC Milan.

West Ham sagt taka tilboði Tottenham

Enska götublaðið Daily Mail heldur því fram í dag að Íslendingafélagið West Ham hafi tekið tilboði Tottenham í Craig Bellamy.

Helstu atburðir í Kaka-málinu

Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni.

Wenger segir boð City úr takti við raunveruleikann

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að tilboð Manchester City í Brasilíumanninn Kaka sé algerlega úr takti við hinn blákalda raunveruleika sem ríkir í viðskiptalífi heimsins í dag.

46,1 milljarða pakki fyrir Kaka

Enska götublaðið The Sun heldur því fram í dag að Manchester City muni samtals greiða 243 milljónir punda eða 46,1 milljarða króna fyrir Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

Valur burstaði Gróttu

Einn leikur var í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Valur vann stórsigur á Gróttu 39-20 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 20-8. Dagný Skúladóttir gerði 9 mörk fyrir Val og Hrafnhildur Skúladóttir 8, en Ragnar Sigurðardóttir skoraði 5 mörk fyrir Gróttu.

Stjarnan lagði ÍR

Stjarnan vann í kvöld þriðja leik sinn í röð í Iceland Express deildinni síðan Teitur Örlygsson þjálfari tók við liðinu.

Milan íhugar að selja Kaka

Forráðamenn AC Milan hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að til greina komi að selja brasilíska miðjumanninn Kaka til Manchester City.

Samkomulag í augsýn hjá Blikum og Alkmaar

Breiðablik og Hollenska úrvalsdeildarliðið AZ Alkmaar eru við það að ná samkomulagi um uppeldisbætur fyrir knattspyrnumanninn stórefnilega Jóhann Berg Guðmundsson.

Gunnleifur til Crewe?

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Guðjón Þórðarson nýráðinn knattspyrnustjóri C-deildarliðsins Crewe á Englandi sett sig í samband við Gunnleif Gunnleifsson landsliðsmarkvörð Íslands með það fyrir augum að fá hann í sínar raðir.

Leikmenn Houston komnir með nóg af meiðslasögu McGrady

Þær fréttir berast nú úr herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni að Yao Ming og aðrir leikmenn í liðinu séu búnir að fá nóg af óslitinni meiðslasögu Tracy McGrady og vilji hann jafnvel burt frá félaginu.

Ólafur Stefánsson í Utan vallar í kvöld

Ólafur Stefánsson, nýkjörinn íþróttamaður ársins, verður í nærmynd í þættinum Utan vallar á Stöð 2 Sport klukkan 20:35 í kvöld, eða strax að loknum fyrsta þættinum um atvinnumennina okkar þar sem Logi Geirsson verður í aðalhlutverki.

Rio Ferdinand stendur að útgáfu vefrits

Rio Ferdinand, varnarmaðurinn skæði hjá Manchester United, mun frá og með næsta mánuði gefa út vefrit á heimasíðunni sinni sem helgað verður íþróttum, lífstíl, fræga fólkinu og fleira í þeim dúr.

Wenger vongóður um að landa Arshavin

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vongóður um að Andrei Arshavin komi til liðsins áður en félagskiptaglugginn lokar í byrjun febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir