Íslenski boltinn

Viðræðum hætt við Coventry og AZ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Breiðabliki gegn KR síðastliðið sumar.
Jóhann Berg í leik með Breiðabliki gegn KR síðastliðið sumar. Mynd/Anton

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir að félagið hafi hætt viðræðum við Coventry og AZ Alkmaar um mögulega sölu á Jóhanni Berg Guðmundssyni.

„Það er ekkert samkomulag í höfn við AZ Alkmaar og viðræður við liðið í strandi. Við erum heldur ekki að tala við Coventry," sagði Einar í samtali við Vísi.

Einar sagði enn fremur að það væri meiri líkur en minni að Jóhann Berg myndi spila með Breiðabliki í sumar eins og staðan væri í dag.

„Við viljum endilega að hann fari út. En við verðum bara að sjá til. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi."

Eitt lið í ensku B-deildinni mun hafa sent fyrirspurn til Breiðabliks vegna Jóhanns Bergs en ekkert meira mun hafa gerst í þv máli.

Einar sagði einnig að viðræður við bæði Coventry og AZ Alkmaar hafi tekið langan tíma. „Allt of langan tíma. Viðræður eru mjög flóknar enda ekki létt verk að semja um uppeldisbætur sem allt málið snýst um."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×