Enski boltinn

Wenger vongóður um að landa Arshavin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vongóður um að Andrei Arshavin komi til liðsins áður en félagskiptaglugginn lokar í byrjun febrúar.

Wenger sagðist að samningur væri ekki í burðarliðnum en að hann væri engu að síður bjartsýnn.

„Ég er mjög vongóður. Við erum ekki nálægt því að semja við hann í dag en við vitum hvað við viljum gera. En ef það gerist ekki, þá er það bara þannig."

Manchester City og Inter Milan munu einnig hafa áhuga á Arshavin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×