Fótbolti

Samkomulag í augsýn hjá Blikum og Alkmaar

Breiðablik og Hollenska úrvalsdeildarliðið AZ Alkmaar eru við það að ná samkomulagi um uppeldisbætur fyrir knattspyrnumanninn stórefnilega Jóhann Berg Guðmundsson.

Samkvæmt heimildum fréttastofu greiðir Alkmaar Blikum 240 þúsund evrur, fjörtíu milljónir króna. Félögin hafa þrefað í dágóðan tíma en nú er samkomulag í augsýn.

Blikar fá einnig prósentu af framtíðarsölu Jóhanns frá Alkmaar. Jóhann Berg á síðan eftir að semja við félagið um kaup og kjör en búist er við því að það gangi greiðlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×