Enski boltinn

Tottenham hefur augastað á Crespo

NordicPhotos/GettyImages

Tottenham hefur látið af áhuga sínum á brasilíska framherjanum Adriano hjá Inter Milan en hefur þess í stað beint sjónum sínum að Argentínumanninum Hernan Crespo.

Harry Redknapp stjóri Tottenham virðist hafa takmarkaða trú á þeim framherjum sem hann hefur úr að moða því hann hefur þegar keypt Jermain Defoe aftur til félagsins frá Portsmouth.

Þeir Roman Pavlyuchenko og Darren Bent hafa ekki slegið í gegn það sem af er á leiktíðinni, en Redknapp hefur gefið það út að kraft og styrk vanti í hóp Tottenham.

Hernan Crespo hefur nóg af slíku og er traustur markaskorari þó hann hafi reyndar ekki náð sér á strik þegar hann lék með Chelsea á Englandi.

Jose Mourinho greindi Sky fréttastofunni frá því fyrr í dag að hann hefði áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Jermaine Jenas í sínar raðir frá Tottenham, en sá hefur heldur fallið úr náðinni hjá Harry Redknapp - og það ekki af ástæðulausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×