Enski boltinn

46,1 milljarða pakki fyrir Kaka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka var í fyrra kjörinn knattspyrnumaður ársins.
Kaka var í fyrra kjörinn knattspyrnumaður ársins. Nordic Photos / AFP

Enska götublaðið The Sun heldur því fram í dag að Manchester City muni samtals greiða 243 milljónir punda eða 46,1 milljarða króna fyrir Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

Upphæðin skiptist þannig niður: AC Milan færi 108 milljónir punda, Kaka fær 108 milljónir punda í laun - eftir skatta - á samningstímanum og 27 milljónir eru fyrir undirskriftarbónusa og umboðsmannalaun.

Það sem meira er að blaðið heldur því fram að fyrir sex vikum síðan hafi Kaka og hans fulltrúar lagt blessun sína yfir áhuga City þegar menn sáu hvaða peningar voru í spilunum.

AC Milan viðurkenndi á sjónvarpsstöð sinni í gær að félaginu hafi borist tilboð frá Manchester City. Enginn forráðamanna félagsins vildi tjá sig um málið sem þykir gefa til kynna að þeir séu reiðubúnir að selja Brasilíumanninn.

Í gær bárust svo fregnir af því að AC Milan gaf Kaka leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×