Fótbolti

Chicago Fire valdi Jökul

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jökull Elísabetarson í leik með Víkingi.
Jökull Elísabetarson í leik með Víkingi.

Nýliðaval fyrir næsta tímabil í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu fór fram í gær og var Jökull Elísabetarson valinn af Chicago Fire.

Jökull var einn 65 leikmanna sem komst í gegnum nýliðavalið en hann var valinn í fjórðu umferð valsins. Jökull var sá 52. í röðinni sem var valinn.

Hann mun nú taka þátt í undirbúningstímabilinu með liðinu og ef hann stendur sig vel gæti liðið boðið honum samning.

„Mér líst mjög vel á þetta. Ég var að kíkja á liðið hjá þeim og þeir eru með fáa miðjumenn sem er mjög gott. Þetta er flottur staður að fara á," sagði Jökull í samtali við fótbolta.net í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×