Enski boltinn

Alltaf planið að kaupa Kaka

Kaka og Robinho á æfingu með brasilíska landsliðinu.
Kaka og Robinho á æfingu með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Haft er eftir Robinho, leikmanni Manchester City, í enskum fjölmiðlum í dag að það hafi alltaf verið áætlun eigenda félagsins að kaupa Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

AC Milan mun hafa gefið Kaka leyfi til að ræða við City um kaup og kjör í gær en kaupverðið er sagt nema 108 milljónum punda.

Sjálfur kom Robinho til City í lok félagaskiptagluggans í sumar, skömmu eftir að félagið var keypt af vellauðugum olíufurstum.

„Þegar ég kom í sumar sögðu forráðamenn City mér að Kaka væri efst á dagskrá hjá þeim. Nú hafa þeir loksins opnað sig um málið," sagði Robinho.

„Mér finnst Kaka vera einn besti leikmaður heimsins og það væri frábært að fá að spila með honum í City. Ég get þó ekkert sagt hvort að hann komi eða ekki. Hann þarf að taka erfiða ákvörðun enda elskar hann AC Milan."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×